Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 254
II
Skýrslur og reikningar
Skímir
Sigurgeir Einarsson, fv. heildsali, Reykjavík.
Sigurgeir Sigurðsson, biskup, Reykjavík.
Sæmundur Pálsson, klasðskeri, Blönduósi.
2. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins. Voru
þeir endurskoðaðir af endurskoðendunum og vottaðir réttir. Reikningamir
voru siðan hornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið endur-
skoðaðir og vottaðir réttir af endurskoðendum, og voru samþykktir af'
fundarmönnum öllum.
3. Þá voru endurkosnir endurskoðendur félagsins, þeir Jón Ásbjörnsson,
hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
4. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis hafði tafizt nokkuð prentun ársbókanna og útsending
þeirra til félagsmanna. Gefið hafði verið út V. bindi hins mikla ritverks
dr. Páls Eggerts Ólasonar, Islenzkar æviskrár frá landnámstímum til árs-
loka 1940, ásamt mikilli viðbót eftir séra Jón Guðnason. Enn fremur
Skírnir, 126. árg., og 1. hefti XVI. bindis af Fornbréfasafninu.
Þá gat forseti þess, að á yfirstandandi ári yrði gefið út 1. hefti nýs
fokks af Safni til sögu íslands, 2. hefti Prestatalsins, Skirnir og 2. hefti
af XVI. bindi Fornbréfasafnsins.
5. Þá voru kjörnir samkvæmt einróma tillögu forseta og fulltrúaráðs
2 heiðursfélagar, þeir dr. phil. Sigurður Nordal, sendiherra í Kaupmanna-
höfn, og dr. phil. Haakon Shetelig, prófessor, í Björgvin.
6. Síðan var fundargjörð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu var
fundinum slitið.
Pétur SigurSsson.
Alexander lóhannesson.