Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 151
Skímir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 147
fyrstu dönsku hirðstjórar kvaddir hér á landi. Englendingar
og Islendingar hrósa sigri, því að verzlun þeirra og viðskipti
voru tryggð á næstu árum. Túlki heimildarmaður Nýja ann-
áls viðhorf Islendinga almennt í þessum átökum og fari
Hannes að mestu leyti með rétt mál, bendir þögn annálsins
eindregið til þess, að fslendingar hafi verið meira en lítið
hliðhollir Englendingum.
Eftirmálin í Englandi.
Um þessar mundir voru æðstu menn Englands bræður tveir,
Henry og Thomas Beaufort, því að konungurinn, Hinrik YI.,
var barn að aldri. Henry Beaufort var biskup af Winchester
og kardínáli og persónidegur vinur Marteins páfa V. Á kirkju-
þinginu mikla í Konstanz (1414—18) var hann aðalfulltrúi
Englendinga og stuðlaði þar að því að koma Marteini í hið
postullega sæti, en átti eftir það jafnan hauk í horni suður í
Róm, meðan Marteinn lifði. Beaufort kardínáli hefur eflaust
komið Jóni Vilhjálmssyni Craxton á Hólastól vorið 1425 með
styrk Marteins páfa. Hann lagði allmikla stund á verzlun, en
lék þó jafnan tveimur skjöldum í verzlunarmálum. Hann
gerði sjálfur út skip til annarra landa, en jöfnum höndum
studdi hann málstað Hansamanna, helztu andstæðinga enskr-
ar verzlunarstéttar, í stjórnarráði og parlamenti. Nú verður
varla sannað, að hann hafi átt beinan þátt í fslandsverzlun-
inni, þótt það sé mjög líklegt. Bróðir hans, Sir Thomas Beau-
fort, var hertogi af Exeter, flotaforingi og ríkiskanslari. Þessir
menn hafa fengið mál Hannesar til meðferðar haustið 1425.
Þeir Hannes hafa verið látnir lausir brátt eftir komuna til
Englands, og semur Hannes þá hið mikla kæruskjal sitt „á
hendur þeim frá Húll og öðrum stöðum á Englandi“ og leggur
það fyrir enska ríkisráðið. Enska stjórnin ákveður þá að banna
(í orði) allar siglingar til íslands, og er tilskipun þess efnis
frá hertoganum af Exeter lesin upp í borgarráðinu í Lynn
15. apríl 1426.14) Um þær mundir hefur enska stjórnin verið
búin að rannsaka skýrslu Hannesar, en sendir nú hana dansk-
norsku stjórninni til athugunar og staðfestingar. Hannes er
sjálfur kominn til Björgvinjar 25. ágúst um sumarið, en hinn