Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 107
Skímir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
103
nefndir eru, en allir þeir bæir frá landnámsöld, sem kenndir
eru við tiltekinn mann („staðabæir“ og bæir samkvæmt 4.
tölulið að framan), munu nema yfir 40% af öllum bæjum
á landnámsöld, sem getið er í heimildarritum vorum. Full-
yrðing próf. H. K. um það, að það hafi ekki verið siður land-
námsmanna að kenna bæi til manna, sýnist því ekki fá stað-
izt. Má víst heldur telja það hafa verið landssið að gefa bæj-
um slík nöfn. Og sú niðurstaða próf. H. K., að „staða“-nöfnin
séu upphaflega einungis nöfn á eyðibæjum, en ekki á raun-
vemlegum bæjum, er yfirleitt í ósamræmi við skýrslur land-
námabóka um nöfn þessi, líklega að fáeinum tilvikum undan-
teknum, sem vitanlega eru alls kostar ónóg til sönnunar al-
mennri reglu, slíkrar, sem próf. H. K. telur sig hafa fundið.
Próf. H. K. telm: sig hafa „rutt „staðanöfnunum“ úr vegi“,
með því að engir bæir hafi svo heitið á landnámsöld, heldur
séu nöfn þessi upphaflega nöfn á bæjum, sem komnir voru
í eyöi. Nú, er „staða“-nöfnin hafa verið rakin eftir landnáma-
bókum um land allt, munu naumast margir geta fallizt á
þessa kenningu próf. H. K., ef þeir athuga sæmilega greinar-
gerðir landnámabóka um þessi nöfn. Og skal ekki fjölyrða
um það.
Próf. H. K. segir (193. bls.), að 13. aldar mönnum hafi
ekki þótt hæfa að kenna stað eða bæ við sjálfa sig og svipað
muni nú þykja. Ég veit ekki, hvaðan próf. H. K. hefur þetta
um 13. aldar menn. En ekki hef ég veitt því eftirtekt, að land-
námaritarar eða aðrir höfundar 13. aldar sýni nokkur merki
þess, að þeim þyki það nokkur óhæfa, að slíkur fjöldi land-
námsbæja hefur verið kenndur við landnámsmenn, enda hef-
ur þessi siður, að kenna bæi til manna, haldizt um nöfn
fjölmargra bæja, sem gerðir hafa verið eftir landnámstíð. Ef
slíkar nafngjafir bæja hefðu ekki þótt hæfa, þá er líklegt, að
einhvers staðar sæjust þess merki í heimildarritum. Höfimd-
um 13. aldar sýnist þykja það ósköp eðlilegt, að bæði land-
námsbæir og aðrir bæir séu kenndir við þá, sem fyrst gerðu
þá, hvort sem „staðir“ eða annað viðeigandi nafnorð var
skeytt við mannsnafnið. Og naumast mundi það hneyksla
menn nú, þó að maður, sem tæki upp nýbýli, léti kenna það