Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 55
Skímir Stephan G. Stephansson 51
og spyr: Hafið þið nokkuð frétt til ferða Stephans Kletta-
fjallaskálds?
Þá vissi eg ekki það, sem mér er nú kunnugt, að einmitt
um þessar mundir var Stephan væntanlegur austan af landi
til Mývatnssveitar. Um þá för segir hann sjálfur meðal ann-
ars á þessa leið í hréfi til konu sinnar, dagsettu 2. ágúst 1917:
„ . .. Við Jökulsá tóku Mývetningar við mér. Jón Gauti,
Sigurður Jónsson (skáld), sonur Jóns Hinrikssonar, Jónas Þor-
bergsson, sem vestra var, og tveir aðrir. Komum í Reykja-
hlíð um kveldið. Fjöldi Mývetninga, karlar og konur, riðu
á móti mér inn á Námaskarð og tóku mér þar með söng og
fögnuði. Samkoma í Reykjahlíðarkirkju um kveldið, söngur
og ræður og húsfyllir. Svo gisti eg þar, en næstu nótt í
Raldursheimi hjá Þórólfi Sigurðssyni (ritstjóra ,,Rétts“), sem
sendi mér bréfið frá Þorgilsi heitnum gjallanda. Hann var
einn, sem mætti mér við Jökulsá og skildi ekki við mig fyrr
en á Húsavík. Næstu nótt gisti eg á Gautlöndum hjá Jóni
Gauta, syni Péturs, og systrum hans og konu, sem allt er
skemmtilegasta fólk og var svo gott við mig eins og væru
þau systkini mín, eins og reyndar allir eru. Frá Gautlöndum
reið eg til Húsavíkur, en tafðist 4 eða 5 klukkutíma á Breiðu-
mýri. Reykdælir höfðu safnazt þar saman og tóku mig þar
á förnum vegi með flöggum og söngvum og kveðskap og
ræðum. Eg komst því ekki á Húsavík fyrr en kl. 6
morguninn eftir, enda er þessi leið milli 40 og 50 mílur
enskar. 15 mílur út frá Húsavík riðu þau á móti mér um
nóttina, Unnur frænka þín og maður hennar, Sigurður Sig-
fússon, og 3 aðrir heldri menn á Húsavík. Næstu nótt reið
eg inn í Sand til Guðmundar, kom þar klukkan 3 um nótt
U
Þetta er aðeins hrot úr bréfinu. En mér finnst það lær-
dómsríkt. Það sýnir, að tekið er á móti Stephani eins og
þjóðhöfðingja. Koma hans veldur verkfalli í heilum sveitum
um hásláttinn. Allt verður á ferð og flugi um héraðið á nóttu
jafnt sem degi. Dæmið um bóndann, sem gekk frá orfinu
sínu í veg fyrir fólk á förnum vegi til þess að spyrja um
Stephan Klettafjallaskáld, sýnir líka, hvað þessi gestur átti