Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 138
134
Björn K. Þórólfsson
Skímir
og starfsmanna æðri og lægri afhendingarskyld til skjalasafns
landsins. Ekki verður annað sagt en þessu hafi verið vel hlýtt,
enda húsnæði til skjalageymslu af svo skomum skammti hjá
embættismönmnn, að þeir losa sig fúslega við skjöl og bækur,
sem þeir þurfa ekki lengur að nota. Hér á landi er hvergi að
ræða um söfn gamalla skjala nema einungis í Þjóðskjalasafni.
Mun það með fádæmum, að skjöl heils lands séu svo rækilega
dregin saman í eitt safn, sem hér á sér stað. En á síðustu
árum hefur verið efnt til nokkurrar breytingar á þessu fyrir-
komulagi án þess þó að raska grundvelli Þjóðskjalasafnsins.
Með lögum um héraðsskjalasöfn 12. febrúar 1947 er sýslu-
nefndum og bæjarstjórnum heimilað að setja á stofn héraðs-
eða bæjarskjalasöfn. Sbr. reglugjörð um héraðsskjalasöfn 5.
maí 1951. Heimilt er að koma á fót sameiginlegu héraðs-
skjalasafni fyrir fleiri en eina sýslu eða kaupstað, og er safnið
þá sameign þeirra sýslu- eða bæjarfélaga, sem standa að stofn-
un þess. Þar sem héraðsskjalasöfn eða bæjarskjalasöfn eru,
eiga þau rétt á að fá til varðveizlu skjalasöfn bæjarstjórna,
sýslunefnda og hreppsnefnda, einnig skjalasöfn hreppstjóra,
undirskattanefnda, yfirskattanefnda, sáttanefnda og annarra
nefnda, starfsmanna og stofnana, sem hafa afmarkað starf-
svið og starfa eingöngu innan þeirra sýslna eða þess kaup-
staðar, sem héraðs- eða bæjarskjalasafnið tekur til, enn fremur
skjöl félaga, sem njóta styrks af opinberu fé og starfa ein-
göngu innan sömu endimarka. Kirkjubækur þær og mann-
talsbækur (sálnaregistm:), sem sóknamefndir láta halda skv.
lögum um kirkju- og manntalsbækur (sálnaregistur) 12. jan.
1945, eru afhendingarskyldar til héraðs- eða bæjarskjalasafns,
þar sem slíkt skjalasafn er rekið, en sé ekki svo, skal afhenda
þær hlutaðeigandi prófasti til geymslu innan héraðs. öll
héraðs- eða bæjarskjalasöfn standa undir yfirumsjón þjóð-
skjalavarðar.
Þegar þetta er ritað (í ágústmánuði 1953), er tekið að
reka þrjú bæjar- og héraðsskjalasöfn: bæjarskjalasafn Reykja-
víkur (stofnað 1948), héraðsskjalasafn Skagafjarðarsýslu
(stofnað 1951) og sameiginlegt skjalasafn fsafjarðarkaupstað-
ar og beggja fsafjarðarsýslna (stofnað 1952).