Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 170
166
Stefán Einarsson
Skírnir
met‘, 17 ,ude mod Havet'; framr 7: it fremra ,i Nærheden
af Söen'). Nálægt enda orðsins (framr) hefur hann ágætar
upplýsingar um það, að í nútímanorsku séu fremre, fremste
notað í staðanöfnum andstætt nedre, nedste og heimre,
heimste. Hann hefur að sjálfsögðu vestr um haf.
Þessi dæmi úr orðabókunum sýna nógsamlega, að sérmerk-
ingar höfðu myndazt í orðum þessum í fornu máli, en þær
vekja engan grun um mismunandi notkun eftir mállýzkum,
og ættu textar víðs vegar af landinu þó að bera þess merki.
Hitt er líka allt á huldu, hvort mállýzkumunur, ef nokkur
var að fomu, mundi vera hinn sami og nú á dögum eða
hvort breytingar hafa orðið á málvenjunni frá fornu máli
til þess, sem nú er.
Þó hefur málvenja verið athuguð og ákveðin i nokkrum
textrnn. Einar Ól. Sveinsson hefur ákveðið málvenjuna í út-
gáfum sínum af Eyrbyggja og Laxdæla sögum (lF (íslenzk
fornrit) IV og V), og svipaðar athuganir, og þó eigi fullar,
hafa verið gerðar af öðrum útgefendum. Áttatáknanir hafa
raunar oft verið notaðar til þess að „staðsetja“ sögur eða hand-
rit; þannig hefur annað aðalhandrit Bandamanna sögu verið
talið norðlenzkt, af því að í því stendur vestr í MiÖfirSi, en
hitt borgfirzkt eða sunnlenzkt, af því að í því stendur norðr
í MiSfiröi (sbr. ÍF VII, bls. xciii). Enginn hefur þó notað
áttatáknanir jafnvandlega til að ákveða höfund sögu og Barði
Guðmundsson í ágætri grein: „Staðþekking og áttamiðanir
í Njálssögu“. Af því að Njála notar ekki út í merkingunni
,vestur‘ (eða NV) dregur Barði þá laukréttu ályktun, að höf-
undur Njálu hafi ekki verið af Suðurlandsundirlendinu, þótt
hann væri kunnugur staðháttum þar. Hins vegar hyggur
hann, að hann hafi verið Austfirðingur, vegna þess hve Njálu
virðist kunnugt um Austurland.
Svo er að sjá sem bæði Barði og aðrir, sem notað hafa
heimildir af þessu tæi, hafi orðskviðalaust álitið, að málvenja
hafi verið söm í fornöld og hún er nú á dögum. Að minnsta
kosti gerir Barði enga tilraun til að sýna, að aðrir forntextar
frá Suðurlandsundirlendinu hafi út = vestr, og hefði hann
þó getað það, því að þessi málvenja er sannanlega gömul. En