Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 37
Skímir
Stephan G. Stephansson
33
er, held ég, jafnaðarmaður inn við beinið,11 segir hann.
„Ég held, að hornsteinn sanngjarnari hagfræði sé sú mælistika
Marx, að manns-vinnan sé verðmæti hlutanna .. . Sá, sem
framleiðir lífsþarfir okkar, andlegar og líkamlegar, er eini
nýti maðurinn.111 Hann þráði réttlátari þjóðfélagsskipan öll-
um til handa. En fyrir enga muni vildi hann láta afmá þjóð-
ernin. „Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn
á að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er
sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar.112 -—-
„Flokksleysingi11 kvaðst hann vera — og víst var hann svo
trúlítill á hvers konar kennisetningar og svo sjálfráður um
skoðanir, að enginn flokkur gat eignazt hann „með húð og
há“.1 2 3 4 5 Hann var því engan veginn gagnrýnislaus á þá flokks-
menn, sem hann fylgdi þó langhelzt að málum. Eitt kvæði
sitt, MarkvörSinn, segir hann til að mynda kveðið „upp úr
miklum lestri og jafnvel ræðu-rubbi „marxistanna11 (óðustu
socialistanna): tJthúðun á öllum umbótatilraunum annarra
en sín.. . Svo hafði ég í huganum,11 segir hann, „þenna hlið-
sjónarlausa einstaklingsofurvöxt, þ. e. „individualismus11.114
Þótt Stephan væri mikill einstaklingshyggjmnaður að því
leyti, að hann lagði mest upp úr þroska og sjálfstæði einstak-
lingsins, var hann því jafnfráhverfur ofurmennishugsjón, for-
ingjadýrkun. Það voru afrek múgsins, fylgdin foringjans, er
sköpum réð, þótt sagan eignaði þau fyrirliðanum. Jafnvel í
frelsis- og réttindabaráttu sinni eiga hinir undirokuðu ekki
að trúa á oddvitana, heldur sjálfa sig. „Lýður, bíð ei lausn-
arans, leys þig sjálfur!115
Á endurlausnara mannkyns trúði Stephan ekki heldur, og
því síður fundust honum klerkarnir almennt starfa í anda
hans. Krist mat hann mikils og orti um hann fallegt kvæði
(Eloi lamma sabakhthani) — sem umbótamann við „bókstafs
þræl og kredduklerk11 og sem siðgæðisboðanda mannúðar og
1) Br. I, 330 (1913).
2) Br. I, 104 (1900).
3) Br. I, 127—128 (1906).
4) Br. I, 232—233 (1910).
5) Martius, A. IV, 275—276; tJrv., 253.
3