Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 100
96
Einar Arnórsson
Skírnir
gerð þar um. Var það ef til vill af yfirlætisleysi, að land-
námsmenn höfðu ekki þann sið, að hyggju próf. H. K., að
kenna bæi við sjálfa sig? Og hvers vegna vildu þeir þá ekki
kenna hæi við aðra? En jafnvel þótt landnámsmenn hefðu
ekki þann sið að kenna bæi við sig eða aðra menn, mátti þó
svo fara, að aSrir kenndu bæ landnámsmanns við hann og
aðra bæi við aðra menn. Skallagrímur kenndi sinn hæ ekki
við nokkurn mann, en inir mörgu bæir, sem menn hans
byggðu í héraðinu, voru við þá kenndir (Þursstaðir, Beigalda-
staðir, Stangarholt o. s. frv.), enda er ekki agnarögn af sönn-
un um það, að bæir þessir hafi ekki verið svo nefndir í önd-
verðu sem þeir heita nú og hafa alltaf heitið.
Um nafngjafir bæja á landnámsöld eru ekki aðrar skýrslur
en greinargerðir landnámabóka og að nokkru íslendingasagna.
Um bæjanöfn með mannanöfnum önnur en „staða“-nöfnin
þarf þó ekki að ræða framar en gert var í 4. tölulið að framan,
með því að próf. H. K. neitar því ekki, að þessi nöfn hafi,
að minnsta kosti bráðlega, orðið „sönn“ bæjanöfn. Um „staða“-
nöfnin er öðru máli að gegna, með því að próf. H. K. telur
sig hafa „rutt þeim úr vegi“ fyrir kenningu sinni um bæja-
nöfnin íslenzku, með því að þau hafi aðeins orðið nöfn á
eyðibæjum, og enginn landnámsbær hafi því upphaflega
heitið „staða“-nafni.
Það er alkunnugt, að fjöldi bæja í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi hefur dregið nafn af heiti manns og við það skeytt
orðinu „staðir“, t. d. Hringsstaðir, Geirsstaðir o. s. frv. Einnig
í Hjaltlandi eru slík bæjanöfn. Það má heita undantekning,
ef orðinu „staðir" er skeytt við önnur orð en eiginheiti (eða
viðurnefni) tiltekins manns, svo sem Breiðabólstaðir, Hof-
staðir, sem nokkrir eru á landinu. Þessar nafngiftir um Norð-
urlönd, og auðvitað sérstaklega í Noregi („staðabæir“ taldir þar
um 2500), hafa að sjálfsögðu verið landnámsmönnum full-
kunnar. Og það mátti því eindregið vænta þess, að þeir
héldu þeim venjum, sem þeir höfðu kynnzt frá blautu barns-
beini um nafngiftir bæja meðal feðra sinna. Það hefði því
verið ólíklegt, að landnámsmenn á fslandi hefðu forðazt að
kenna bæi sína við nafn sitt eða annarra með viðskeyttu