Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 43
Skírnir
Um íslenzkt þjóðerni
39
Á þeim rúmlega hundrað árum, sem liðin eru, síðan þetta
var ritað, hefur mikið breytzt í menningu fslendinga. Svo
langt sem fslendingar voru þá á eftir tímanmn í öllum verk-
legum efnum og raunar á flestum sviðtnn, hlutu breyting-
arnar að verða miklar á skömmum tíma, svo að nær sanni
er, að það væri bylting en þróun. Þegar svo liáttar til, skolast
burt menningarverðmæti án tillits til þess, hvort þeim er í
raun og veru ofaukið eða ekki. Ég skal nefna sem dæmi,
hvernig þjóðlögin íslenzku hverfa á 19. öldinni, tónlist eða þó
enn heldur efni í tónlist, sem nú eru ekki nema brotin eftir
af. Raunar hafði þessi tónlist fengið sár á 18. öldinni, þegar
hinn gamli dans og vikivakar voru af teknir. Með þessu
hvoru tveggja var skorið á eina af æðum menningarinnar,
ef til vill eina hinna minni, og þó var það meinlegt, því að
íslenzkir tónlistarmenn verða nú að grafast með erfiðismun-
um fyrir um hinar dauðu minjar eða litlu lifandi leifar þess,
sem var, í stað þess að geta ausið viðstöðulaust af lindum
lifandi alþýðutónlistar, eins og Edvard Grieg gat gert í Noregi.
Slíkt sem þetta er sjálfskaparvíti. Öðru máli gegnir um
heimilismenningu og heimilisfræðslu, sem er jarðvegurinn,
er hinir mörgu sjálfmenntuðu íslendingar fyrri daga spruttu
úr. En þar hafa hinar miklu breytingar á atvinnuháttum
óhjákvæmilega umturnað öllu.
1 heild sinni má segja, að þeirri stefnu í þessum málum,
sem Jón Sigurðsson hélt fram í grein sinni, hafi verið haldið.
Margt varð því til stuðnings. Sama sinnis og hann voru þá
flest skáldin, og unnu þeir sitt starf að vekja þjóðina, kváðu
í hana ást á landi sínu og menningu og juku henni þrótt. Þá
voru ættjarðarljóðin mikill þáttur í bókmenntunum og mjög
um hönd höfð. Allir muna, hversu hjarta okkar brann, þegar
þau voru sungin, þau voru stöðug heitstrenging, sem gaf lífinu
stefnu, fannst okkur.
Á tímabilinu, sem hófst með sambandslögunum, breyttist
margt hér á landi. Menn hættu að vita, hvað sjálfstæðisbar-
átta var, eða sú tilfinning dofnaði. Samhliða breiddist mjög
út áhugaleysi um þjóðerni og það, sem íslenzkt er. Ég man
gjörla, hvernig þetta var fyrir 20 árum. Flestir ungir menn,