Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 104
100
Einar Amórsson
Skirnir
I Þorskafjar'ðarþingi eru Geirmundarstaðir í Steingrrms-
firði, sem sagðir eru hafa tekið nafn af Geirmundi heljar-
skinni, Gull-Þórisstá5ir og Gillastaðir, sem allir eru í bygg-
ingu og hafa svo heitið frá öndverðu, að því er kunnugt er.
GeirastaSir, hær Geira landnámsmanns, er eigi byggður, og
týndir eru víst ÞorgilsstaSir í Djúpafirði. En hvorugur þess-
ara bæja styður kenningu próf. H. K.
Húnavatnsþing er nokkuð auðugt að „staðabæjum“. 1
Hrútafirði eru BálkastdSir tvennir, bæir Bálka Blæingssonar
landnámsmanns, BersastaSir, bær Bersa, sonar hans, og Þór-
oddsstaSir. Ekki finnast rök til þess, svo að kunnugt sé, að
bæir þessir hafi nokkurn tíma öðrmn nöfnum heitið, og í
eyði munu þeir engir hafa farið. I Víðidal eru AúSunarstaSir,
alkunnugt stórbýli, sem erfitt mun að sanna, að í eyði hafi
farið og að „staða“-nafnið sé á þann hátt komið til. Sama
mun mega segja um MásstaSi í Vatnsdal og um AuSkúlustaSi
í Svínadal (stytt í Auðkúlu). Þá eru fjórir „staðabæir“ í
Langadal, sem enn eru í byggingu: HoltastaSir, AuSólfsstaSir,
GunnsteinsstáSir og StrjúgsstáSir (stytt í Strjúg). Loks má
nefna GeirastaSi, sem bera nafn af Geira landnámsmanni í
Geiradal. Mun erfitt verða að aðhæfa nöfn býla þessara eyði-
bæjakenningu próf. H. K.
Týnzt hafa GróustaSir, SkíSastaSir, HringsstaSir, Sleggju-
stáSir, HvatastaSir og MikilsstaSir. Ósannað er, að „staða“-
nöfnin hafi fyrst komið á þessa bæi, eftir að þeir voru komnir
í eyði. Þetta kynni helzt að mega ætla um Hringsstaði.
1 Hegranesþingi eru landnámsbæirnir BrúnastaSir, Knapps-
stáSir og Sleitu-BjarnarstaSir (nú stytt í Sleitustaðir) enn í
byggingu og hafa væntanlega alltaf verið það. Verður ekki
séð, að bæir þessir hafi nokkum tíma heitið öðrum nöfnum.
Samkvæmt Sturlubók Landnámu bjó Sæmundur inn suður-
eyski að SœmundarstöSum, en Hauksbók segir hann hafa
búið á GeirmundarstöSum, þar sem Geirmundur, sonur hans,
hafi búið eftir hann. Má vel vera, að bærinn hafi upphaflega
verið kenndur við Sæmund, en síðan við Geirmund, son hans,
sem kann að hafa búið þar lengi og verið nafnkunnur maður.
En hvernig sem því hefur verið farið, eru engin gögn til