Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 194
190
Stefán Einarsson
Skirnir
munandi staðháttum í Noregi, á Vestur- og Norðurlandi og
á Austur- og Suðurlandi.
Hugsum okkur fjrst, að inn hafi upprunalega þýtt ,af sjó
inn að strönd1 og út ,frá strönd út á sjó‘. Jafnvel þótt þetta
væri ekki upphafleg merking þessara orða, þá hefði hún auð-
veldlega getað myndazt í fjörðunum á vesturströnd Noregs.
Þar sem báðar strendur og innsti botn fjarðarins risu nær
þverhnípt úr sjó, var ekkert sjálfsagðara en menn gætu
farið á bátum út og inn eftir firði, en í fjarðarbotninum
varð ekki farið lengra inn, heldur urðu menn að fara upp
yfir fjallið. Sennilega væri auðgert að sýna þetta með dæm-
um úr Noregskonunga sögum, en eg skal láta mér nægja
eitt úr Heimskringlu (Finnur Jónsson, 1911, bls. 2981-4)
til að veita hugmynd um, hvað eg á við: Þá fór Öláfr kon-
ungr . . . norór í Sogn ... snori hann inn í fjgrðinn; fór
þaðan upp á Valdres.
Nú voru flestir íslenzku landnámsmennirnir frá vestur-
strönd Noregs, og er því varla of djarft að gera ráð fyrir, að
þeir hafi vanizt því að nota inn: út, upp: ofan á þennan
hátt. Það er meira að segja hægt að finna sögu, þar sem þessi
nákvæmi merkingamunur milli inn og upp virðist haldast
óbreyttur. Þetta er Egils saga. 1 henni er mikill meiri hluti
dæma um inn (alls 21 dæmi) notuð í merkingunni ,inn
fjörðinn, inn með ströndum fjarðarins, inn Hvítá, eins langt
og hún er skipgeng1. En frá þessum takmörkum er upp notað
(30 dæmi). Greinarmunur sá, sem gerður er á út:ofan, er
ekki út af eins skarpur og þetta. Talandi dæmi um þessa
málvenju er þetta: Skalla-Grímr kannaði land upp um herað;
fór fyrst inn með Borgarfirði, til þess er fjgrðinn þraut, en
síðan með ánni fyrir vestan, er hann kallaði Hvítá ... Þeir
fóru upp með Hvítá (Egils saga, útgáfa Sig. Nordals, ÍF II,
74). Sömuleiðis: fór hann þá inn á Vgllu (þ. e. Hvítárvöllu)
rneð húskgrlum ... á áttœru skipi 243; kom lík Böðvars inn
í Einarsnes 243; fannsk þat (þ. e. skipið) inn við Reykjar-
hamar 243, allt um skipbrot í Hvítá. I hinu langa og flata
héraði Borgarfjarðar er það miklu meiri furða, að slíkur
greinarmunur sé gerður þar á inn og upp, en þótt inn