Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 206
202
Finnbogi Guðmundsson
Skirnir
Bréf GuSrúnar.
Breiðabólstað, 30. desember 1888.
Elskulegi Steini minn,
Guð almáttugur hjálpi þér að fá þær fréttir, sem ég nú
má til að skrifa þér, en það er lát þíns elskaða föður, sem
kom eins snögglega og óvænt yfir mig, sem var hjá honum,
eins og yfir þig að frétta það í aðra heimsálfu. Hann kom
frá messu í Teigi kl. 6 fyrsta sunnud. í aðventu alheill og
glaður, sem vant var. Kl. á 8. tímanum fór hann að klára
að afgreiða póstinn, sem var lítið annað eftir en láta niður
hér. Hann skrifaði bara 2 bréf, og ég las þau hjá honum
og fór svo upp og ætlaði að fara að skrifa Helga, en þegar
ég var búin að skrifa 5 línur, kemur Isak upp og segir hann
vilji finna mig. Ég hljóp strax. Hann kvartaði þá um þyngsli
fyrir brjóstinu, drakk dálítið vatn, gekk fram úr stofunni og
sagðist ætla að vita, hvurt það liði ekki frá, gekk fram í bæjar-
dyr og ég með honum. Hann leit út; ég bað hann fara upp
að hátta. Hann sagðist ekki þurfa þess. Hann sagðist geta
klárað Ljótarstaði, því Isak var rétt klár. Nú kemur hann
inn aftur og settist í sófann, sem hann var ekki vanur, biður
mig telja bréfin, svo skrifar hann tölvma á póstlistann, svo
lagði hann saman á póstlistanum og skrifaði nafnið sitt undir,
alveg eins og hann var vanur. Ég vafði svo listanum utan um,
adressi bréfin og flýtti mér að láta ofan í og binda fyrir pok-
ann. Þá tók hann lykilinn upp úr vasa sínum og segir við
mig: Viltu nú ekki ná lakki og forsigla pokann, elskan mín!
svo hann fsak geti farið að láta niður. En meðan ég var að
ljúka upp skápnum, kallar fsak upp: Ég held það æth að liða
yfir prófastinn. Ég sný mér undir ein[s] við, og þá hallaðist
hann aftur á bak með aftur augim og var sem dauður. Ég
dreypti strax á hann vatni, sem stóð á borðinu, og skvetti
framan í hann og á brjóstið og sendi Gísla i augnabliki að kalla
á systur. Hann tók þrisvar andann á lofti með þyngsla hryglu,
og úti var hans stutta dauðastríð. Ég sendi strax 2 piltana
eftir Boga og hélt honum heitum á meðan, þó ég vissi sjálf
vel, að þettað var ekki til neins. Bogi sló honum æð, en það