Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 225
Skírnir
Ritfregnir
221
Það fór svo, vinir, við sigldum hvert okkar sæ,
er samvistum okkar sleit,
sum úfinn barning, önnur við mildan blæ,
en öll í hamingiuleit.
Og vafalaust öll fengið hlut vorn af skúrum og skini,
vorn skammt af gleði og sorg.
En gaman er þó að gleðjast með fornum vini
og gista æskunnar horfnu borg.
Skáldið fer langferð inn í liðna tíð, minnist söngs, gleði og ásta æskunnar,
tregar þó félaga sina, er „hurfu í haf að hálfnaðri glæstri för“, en fagnar
með hinum, sem velkzt hafa „um bláa dröfn, er styttir daga, taka stafnar
að horfa saman, vér stýrum í sömu höfn“. Kvæðið endar á þessari visu:
Og enn á land vort þá ljósu unaðardýrð,
sem logaði vorkvöldin öll.
Hún flæðir enn þá um Esju og Sveifluháls
og öll vor gömlu fjöll.
En við þá skæru elda, sem æskunni brenna,
sem aldrei skal klökk eða veil,
vér leysum festar og leggjum í álinn þenna,
hinn lengsta og síðasta — mætumst heil!
Á þessum vettvangi nýtur skáldið sin mætavel. Hann á það sameigin-
legt með Björnstjerne Björnson að geta látið uppistöðu lífsreynslu sinnar
fléttast ivafi líðandi stundar þannig, að úr verði samfelld heild, og gefið
henni líf og liti. Slíkur er máttur endurminninga í hugum þeirra, sem
lifa atburðina sterkt og gæddir eru minni, mætti ímyndunarafls og túlk-
unargáfu til að láta aðt'a njóta þess, sem þeir sjálfir hafa séð og reynt:
gefa því almennt gildi.
önnur kvæði af svipuðum toga spunnin eru t. d. hið fagra smákvæði
Til Hönnu, Ilma Raitakari, Kom blessaður, dagur, Múladís og Undir
stjörnum og sól, öll gædd listatöfrum og með ósviknum persónublæ skálds-
ins. Verður hins síðastnefnda getið nánar, áðúr en lýkur.
Sérstakur þáttur eru söguljóð bókarinnar, svo sem Þórdís todda, Stjörnu-
Oddi og 1 Kópavogi. Við gerð kvæðisins um Þórdísi virðist skáldið hafa
farið eftir Fljótsdælu, en ekki miklu aukið við lýsinguna þar. Litlu
dýpra virðist mér skyggnzt inn i sálarlif Stjörnu-Odda. Kvæðið um hann
byggist á stuttri lýsingu á þeim merkilega manni í Stjömu-Odda draumi.
I Kópavogi fjallar um Árna Oddsson, er hann undirritaði erfðahyllinguna
frægu, kominn að fótum fram.
Hressileg þykja mér þau kvæði, sem ort eru til æskulýðsins, svo sem
Bjóð þú fram allt þitt og bíð þú góðs og Litur vors lands. Er margt