Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 112
108
Hermann Pálsson
Skímir
geta þess hins vegar ekki, að þeir hafi verið írskir, enda væri
það harla ósennilegt. f Nýja annál, við árið 1430, er komizt
svo að orði: „Á þessu sama sumri kom út hingað til lands-
ins herra Jón biskup Gerreksson, Skálholtsbiskup; kom hann
með sínu skipi í Hafnarfjörð miðvikudaginn næstan fyrir
Jónsmessu baptiste. Kom herra biskup af Englandi til, því
að hann hafði setið þar áður um veturinn. Fylgdu honum
sveinar þeir, er danskir létust vera, voru þeir flestir til lítilla
nytsemda landinu, hirði eg því ekki þeirra nöfn að skrifa.“6)
I vitnisburðarbréfi Ljóts prests Helgasonar (1450) segir:
„------ biskupinn skipadi sinum sveinum þeim er hier i landit
voru daner kallader.“7) Sennilegt er, að þeir hafi verið
sænskir, en kallað sig danska, svo að síður yrði ýfzt við þeim
hér. Svo virðist sem sveigt sé að þeim í hyllingarbréfi fslend-
inga hinu síðara til Eiríks af Pommern (30. júní 1431):
„-----en danska (oc) svenska samþycktum vier þvi vt af
landit sem hina at vier vissum ei hvort þeir væri med lika
oc vorz herra konungzens vilia vtsiglder af hans rikixun . . .
oc þess annars at kærumal komu yfer þa oc uppaa svmliga
af þeim, at þeir hefdi bæde barit menn oc bundit.“8) En
hvernig stendur á því, að síðari heimildir telja þá írska?
Elzta ritið, sem segir, að sveinarnir væri írskir, er Biskupa-
annálar Jóns Egilssonar. Næst liggur að ætla, að sú stað-
hæfing hans eigi rót sína til þess að rekja, er hann segir um
greftrun þeirra, að þeir voru dysjaðir „í íragerði fyrir vestan
Brekkutún“.9) örnefnið íragerði er sennilega fornt, en Jón
hefur talið, að það drægi nafn af sveinunum, sem voru dysj-
aðir þar. Enn yngri rit, svo sem Kirkjusaga Finns biskups10)
og Árbækur Espólíns11), endurtaka svo ummæli Jóns Egils-
sonar og segja, að fragerði heiti eftir sveinunum.
IV
Að lokum skal vikið að fra-örnefniun í einstökum lands-
hlutum:
Rangárþing: Irár undir Eyjafjöllum er getið í Land-
námu, eins og rakið er hér að framan. Hjá Efra-Hvoli í