Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 131
Skírnir
Islenzk skjalasöfn
127
bréfi biskups til prestsins í Reykholti, dags. 2. október 1856.
f umburðarbréfi til prófasta, dags. 1. desember s. á., bannar
biskup prestum að lána skjöl kirkna úr landi, en fer fram á
það, að þeir vildu senda sér til geymslu í skjalasafni biskups-
embættisins „slík forn skjöl, sem innihalda og ákveða réttindi,
eignir og ítök kirkna eður prestakalla“. Segir hann, að við
biskupsdæmið ætti með tímanum að geta myndazt töluvert
fornskjalasafn, og þó að hann hafi einkum kirknaskjöl í huga,
býðst liann til að veita einnig móttöku skjölum um bænda-
eignir, ef eigendur vildu góðfúslega lofa þeim að liggja við
skjalasafn hans. Það hefði mátt verða til mikils gagns, ef al-
mennt hefði verið farið eftir tilmælum biskups í þessu um-
burðarbréfi, en Jón Þorkelsson segir, að það „sýnist varla
hafa haft annan árangur en þann, að allur þorri skjala Reyk-
holtskirkju var þar með hirtur þurr í garð11.1)
Að nafni til var hér stofnað Landsskjalasafn 1882. Þá liöfðu
Landsbókasafnið og Forngripasafnið nýlega verið flutt burt af
dómkirkjuloftinu í Reykjavík, og tók landshöfðingi með sam-
þykki ráðgjafans þá ákvörðun að nota það húsrými, sem nú
var laust orðið, til geymslu fyrir skjalasöfn embættismanna,
einkum hinna æðstu. Gaf landshöfðingi lit auglýsingu um
Landsskjalasafn 3. apríl 1882. Var þar svo fyrir mælt, að
skjalasöfn landshöfðingja, stiftisyfirvalda, amtmanns yfir suð-
ur- og vesturamti, biskups, landfógeta og hins umboðslega
endurskoðanda skyldu geymd hvert í sínu herbergi á dóm-
kirkjuloftinu, og áttu þessir embættismenn að gæta hver
síns skjalasafns, eins og þeir höfðu gert að undan förnu.
En sérstakt herbergi skyldi til þess ætlað að geyma í því
gömul skjöl frá embættismönnum úti um land, og var það
safn lagt undir umsjón landshöfðingjaritara. Sýslumönnum
var gert að skyldu að senda í þetta sameiginlega skjalasafn
landsins öll embættisskjöl sín og bækur eldri en 30 ára, að
svo miklu leyti sem þeir hefðu ekki sjálfir fulltryggilega
geymslustaði fyrir þau. Prestar voru ekki skyldir til að senda
1) Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík, II. bd.,
formáli, bls. xxxii—xxxvi. Bent skal á prentvillu bls. xxxv 1. 5: fornbréfa-
safn á skv. bréfabók biskups að vera fornskjalasafn.