Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 111
Skírnir
Um Ira-ömefni
107
giftar og áttu sér stað um ána undir Eyjafjöllum. Á sömu
slóðum vestra eru tveir fossar kenndir við írskt mannsnafn:
Keransfoss í Setbergsá og Keransfoss í Litla-Laugardal. Og
hylurinn Papi í Laxá í Dölum bendir til veiði írskra einsetu-
manna. Irafoss í Sogi gæti einnig dregið nafn af því, að frar
hafi stundað þar veiði. Þá má benda á, að nokkrar ár eru
kenndar við menn með írsku heiti: Gufá, Kalmansá, Kiljansá,
Kjallaksá. f þættinum af Þorvaldi víðförla segir af Mána ein-
setumanni, sem lifði af laxveiði í Mánafossi á Kolkumýrum.
Lýsingin á lifnaðarháttum hans minnir á þá, sem við gætum
búizt við með einsetumönnum í frumkristni. Er ósennilegt
að ætla, að hann hafi sótt fyrirmyndina til írskra forvera
sinna, sem dvöldust hér nokkrum áratugum fyrr?
III
Þær sögusagnir eru til um nokkur örnefni, að þau séu dreg-
in af heiti íra, sem komu hingað á miðöldum (15. öld). Eina
íslenzka samtímaheimildin fyrir því, að þeir hafi verið hér
þá, er Langaréttarbót (1450). Þar segir svo meðal annars:
-----oc lysum vier alla eingelska menn oc irska sem til
islands sigla vtlæga oc fridlausa oc þeirra skip oc goz firir-
giort sem ecki hafa vort bref oc insigle fyrir sier oc i ollum
stad rett tekna.“4) Enginn vafi getur leikið á því, að frar
hafi gefið tilefni til þessara fyrirmæla, enda er kaupferða
íra til íslands getið í erlendum heimildum. Á 15. öld ráku
Bristolarkaupmenn verzlun á íslandi, en verzlun þeirra var
mjög tengd frum.5) í grennd við nokkra verzlunarstaði vestan-
lands eru nokkur örnefni, sem eflaust eru dregin af heiti íra,
er komu hingað á 15. öld: írskatóft við Grafárósa, írskutóftir
hjá Arnarstapa, írskrabrunnur og írskubúðir hjá Gufuskálum
og írskubúðir á Vestliðaeyri í Hörðudal. Þá eru til munn-
mælasagnir um, að írskilækur á Barðaströnd og íralækur á
Snæfjallaströnd stafi frá þessum tíma.
Yngri heimildir geta þess, að förunautar Jóns biskups Ger-
rekssonar hafi verið írskir, og telja sumar þeirra, að íragerði
hjá Skálholti sé kennt við þá. Elztu heimildir um þá kumpána