Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 94
90
Einar Arnórsson
Skirnir
af mannanöfnum (194. bls.). Segir hann og, að mörg þeirra
örnefna hafi verið höfð til þess að einkenna bæi, „og urSu
þau að bœjanöfnum“?) Þau séu flest kennd við menn, sem
þar hafi búið. Nefnir hann til dæmis Geirshlíð, Kollslæk,
Kalmanstungu o. s. frv. Og svo bætir hann við: „Enginn þess-
ara manna (þ. e. þeirra, er bær er kenndur við nafn hans)
rnun sjálfur hafa ráSið nafni bœjar síns“?) Próf. H. K. kemst
ekki hjá því að viðurkenna, að af „örnefnum“ þessum (Geirs-
hlíð o. s. frv. hafi upphaflega verið einungis örnefni) hafi
mörg orðið eiginleg bæjanöfn.
Þó að vafalaust sé það, að þessi heiti (Geirshlíð o. s. frv)
hafi verið bæjanöfn, þá er tvennt við kenningu próf. H. K.
um þau að athuga. / fyrsta lagi er það, að hann virðist telja
örnefniS GeirshlíS o. s. frv. til orðið á undan bæjarnafninu
Geirshlíð eða bærinn hafa dregið nafn af örnefninu. Um þetta
er nú að vísu ekki fullyrðandi, en öllu líklegra sýnist þó, að
bærinn hafi upphaflega verið kallaður Geirshlíð og að ekkert
örnefni komi hér við sögu. En reyndar má segja, að litlu máli
skipti, hvort verið hefur, með því að viðurkennt er, að bærinn
hafi skjótt hlotið nafn sitt.
1 öSru lagi er sú staðhæfing, að enginn þeirra manna, er
bær var kenndur við hann með þessum hætti, muni sjálfur
hafa ráðið nafni bæjar síns. Ég veit ekki, á hverju próf. H. K.
reisir staðhæfingu þessa. 1 landnámabókum eru nær 80 bæja-
heita svo mynduð sem sagt var. Að ætlun próf. H. K. hefur
t. d. Önundur bíldm: ekki ráðið nafni bæjar síns (önundar-
holts), Þorgrímur bíldur ekki nafni síns bæjar (Bíldsfells)
og þá sjálfsagt ekki nafni fellsins samnefnda. Dýri á ekki
heldur að hafa ráðið nafni fjarðarins o. s. frv. Líklegt er ann-
ars, að þetta hafi verið upp og ofan, sem kallað er. Stundum
hefur landnámsmaður eða sá, sem bæ gerði, ráðið heitinu,
kennt bæinn við sjálfan sig, en stundum kunna aðrir að hafa
kennt bæinn við landnámsmanninn eða þann annan, sem
bæinn gerði eða þar bjó síðar, sbr. Narfeyri, Hallbjarnareyri.
En hvernig sem annars er farið um nafnleysi bæja á Islandi
1) Leturbr. mín.