Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 76
72
Dag Strömback
Skimir
á íslandi. Til vitnis um það er margt í Biskupa sögum og
Sturlunga sögu, þó að ég geti ekki hér farið lengra út í þá
sálma, en um þetta hef ég reyndar fjallað í ritgerð á ensku,
sem nefnist „Cult remnants in Icelandic dramatic dances“,
í tímaritinu Arv (1948). Það er ekki ófyrirsynju, að Sigurður
Stefánsson kvartar um það í Descriptio Islandiae um 1590
frá sínu guðrækilega sjónarmiði, hversu dans og leikir séu í
hávegum hafðir á íslandi. Hann getur þess meðal annars til
marks um, hve fíknir Islendingar hafi verið í dans og leiki,
að menn hafi safnazt saman á tilteknum stöðum landsins á
vökum dýrlinga og „ærslazt eins og Bakkusarbræður kvölds
og morguns í milli, ýmist með dansi eða öðrum gamanleikj-
um og skrípasýningum“. „Því að hvað á ég að kalla það
annað,“ segir hann, „þar sem þó vitað er, að í þess slags sam-
kvæmum margs háttar skrípilegt, frygðarfullt og ósiðsamlegt
athæfi brúkast og sér í lagi söngur afmorskvæða, sem á skað-
samlegan máta afvegaleiða sálimar?“ I synodale Þórðar biskups
Þorlákssonar 1679 er líka á það minnzt, „hvar allvíða það
vonda óskikk tíðkast, einkum á jólanótt árlega, að fólk saman
safnist til dansleikja og annars apaspils með slæmum kveð-
skap og öðru þvílíku“. Og að síðustu skipar biskup svo fyrir,
að kennimenn alþýðu skuli „áminna söfnuðinn hér um og
líði ei svoddan óskikk, hvorki á jólanótt né öðrum helgum
dögum“.
Eflaust hafa menn oft gefið sér hýsna lausan tauminn í
samkvæmum, þar sem vikivakar og vikivakaleikir voru um
hönd hafðir, en þau tíðkuðust helzt á stórhátíðum, sérstak-
lega þó um jól og áramót, og gátu þá einatt staðið sólarhring-
um saman með viðhöfn og veizluhöldum. Jón Árnason og
Ólafur Davíðsson taka það báðir fram, að þessar skemmtanir
hafi stundum farið fram í sjálfum kirkjunum. Ölafur telur
þrjár sérstaklega nafntogaðar vikivakaskemmtanir eða gleðir
á 17. og 18. öld, þar sem gleðskapur á að hafa verið lítt við
hóf, sem sé StapagléÖi, IngjaldshólsgleÖi og JörfagléÖi. Það
getur ekki verið neinum vafa bundið, að þessi skemmtisam-
kvæmi hafi átt samband við hátíðavökumar kaþólsku og upp-
haflega ákvarðazt, bæði um stund og stað, af hátíðisdögum