Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 148
144
Björn Þorsteinsson
Skírnir
er þekktur maður í sögu Húllar og var þar kaupmaður og
borgarstjóri. Þeir drepa einn konungsmann og drýgja „ótelj-
andi önnur óhæfuverk“, þar á meðal berja þeir á Jóni Páls-
syni (Maríuskáldi?), sem þá var ráðsmaður dómkirkjunnar.
Síðla sumars 1420 fara þeir utan Hannes og Þorleifur Árna-
son. Englendingar réðust á skip Þorleifs nálægt Færeyjum,
ónýttu það og særðu áhöfnina, að sögn Hannesar, en hún
bjargaðist við illan leik í land í eyjunum. Þessi lýsing er
sennilega eitthvað orðum aukin, því að Nýi annáll segir um
þennan atburð: „Sigldi héðan Þorleifur Árnason og slóst við
enska í hafi. Tók hann Noreg með heilbrigðu.“
HirSstjórn Hannesar Pálssonar 1423—25.
Árið 1423 er Hannes sendur að nýju til íslands ásamt
Baltazar van Damme með ströng fyrirmæli um bann við
siglingum Englendinga hingað til lands að viðlögðum missi
lífs og eigna, ef út af væri brugðið. Nýi annáll telur, að þeir
félagar hafi komið út 1422, en Hannes segir berum orðum í
skýrslu sinni, að hann hafi lent hér fyrrgreint ár með boð-
skap konungs. Þeir félagar höfðu hirðstjórn um allt land,
„eftir því sem þeirra bréf voru látandi. Varð þeim það til
lítils samþykkis sjálfum síðar,“ segir Nýi annáll. Næstu ár
logar hér allt í ófriði. 1 skýrslu sinni getur Hannes ekki
greint frá neinum ofbeldisverkum Engl endinga hér árið 1421,
og árið 1422 vinna þeir sér það eitt til óhelgi að brjótast inn
á kóngsgarðinn á Bessastöðum og særa þar til ólífis þjón Jó-
hannesar Nystads. Næsta ár ber aftur á móti fleira til tíð-
inda. Þá virðist harðskeyttur flokkur frá Húll hafa haft bæki-
stöðvar sínar í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, en fyrir honum
voru John Percy og John Pasdale. 1 The Bench Books, sem varð-
veittar eru í ráðhúsinu í Húll, er getið nokkurra helztu óaldar-
seggjanna, sem Hannes greinir frá í skýrslu sinni, en þeir eru:
J. Percy, J. Pasdale, Robert Thirkell, Thomas York og Raulyn
Bek. Flokkur þessi ræðst á Bessastaði 1423 og 1424, gerir
herhlaup á land upp og ætlar að taka Hannes, Baltazar og
Ólaf Nikulásarson, síðar hirðstjóra, af lífi að sögn Hannesar,
en þeir sleppa. Þeir taka höndum tvo konungsþjóna í Saur-