Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 57
Skímir
Stephan G. Stephansson
53
Eg veit það er lánsæld að lifa og njóta,
að leika og hvila, sem hugurinn kýs.
En mér finnst það stærra að stríða og brjóta
í stórhríðum ævinnar mannrauna is.
Er nokkur furða, þó að þeir, sem árlega þurfa að berjast við
hamfarir blindbylja og ólgusjóa, meti mikils þetta skóld?
En Stephan var og er ekki einungis dáður af þeim, sem
„lyftir ævinnar armæðubyrði á axlirnar margþreyttu og kikn-
ar ei við“, eins og hann segir á öðrum stað í „Vetrarríki“.
Hálærðir bókmenntamenn og fagurkerar hafa eigi síður setzt
við fótskör hans. Þar sem oss er tamt að leggja eyru við því,
sem útlendingar segja um menntir vorar, leyfi eg mér að
vitna í ummæli tveggja kennara við æðstu menntastofnanir
Ameríkumanna, prófessoranna Kirkconnells og Cawleys, er
báðir kunna íslenzku og hafa lesið ljóð Stephans á frummál-
inu, geta því trútt um talað. Kirkconnell telur Stephan önd-
vegisskáld Kanada. Cawley kveður þó sterkara að orði, segir,
að hann sé „mesta skáldið, sem uppi hafi verið í Vesturheimi,
meiri en Poe, Whitman eða jafnvel Emerson“. Um Stephan
sem mann segir Cawley, að hann beri sígilt vitni um þá
staðreynd, „að mannsandinn í sinni göfugustu mynd geti
hafið sig yfir örðug kjör og búið ómerkilegum smámunum
þá vistarveru, sem þeim ber, í stað þess að láta þá vaxa sér
yfir höfuð og varpa skugga á hrífandi fegurð lífsins“.
Auk hörpuleiksins kunni Stephan því þá list, sem er öllum
íþróttum æðri: listina að lifa. En hvernig lærði hann og
iðkaði hana? Rétt svar við þeirri spurningu er lykillinn að
skilningi á manninum og lífsskoðun hans.
Það er kunnara en um þurfi að fjölyrða, hvernig æviferill
Stephans var. Samt verðm ekki alveg fram hjá því gengið,
þegar gera skal grein fyrir skóldskap hans og því, hvaða
erindi hann á til vor í dag.
Stephan G. Stephansson fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði
3. október 1853. Upp úr svo miklum hrjóstrum er þessi
óvenjulegi kvistur vaxinn, að fæðingarbær hans er nú kom-
inn í eyði, svo og tvö önnur kot í grenndinni, Syðri-Mæli-