Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 67
Skímir
Stephan G. Stephansson
63
að Courmont, sem Stephan kynntist hér heima 1917, kvaddi
skáldið með þeim orðum, að þeir mundu hittast síðar, ef ekki
í þessu lífi, þá annars heims. Og hann tók það tvisvar fram
til áherzlu. Stephan gat ekki gleymt þessu, trúir því að vísu
ekki, en þvertekur þó ekki fyrir, að svo geti farið, óskar þess
jafnvel, ef vissum skilyrðum verður fullnægt. Hann kýs ekki
að flýja lífið, ef það þarfnast hans og honum gefst tækifæri
til að taka þátt í þróun þess, vexti og viðgangi ásamt vinum
sínum:
Frarnförin er lífsins sanna sæla.
Lif án hennar verra einskisvirði.
Og sama máli gegnir um vist á öðru tilverusviði:
Hugur sá ei kviði með Jiér. Courmont,
langa ferð að lifa, um aðra heima,
þar sem landaleitin væri gerð til
fegurra lífs og fullkomnari þroska.
Vantrú Stephans var mörgum til ásteytingar. Ekkert sálma-
skáld hefur þó lýst af dýpri skilningi kenningu meistarans
frá Nazaret en Stephan gerir í kvæðinu „Eloi lamma sabakh-
thani!“ (Guð, hví hefur þú yfirgefið mig!). Þá kenningu að-
hylltist hann af heilum huga. Hún var í fyllsta samræmi
við sannleiksást og mannkærleikahugsjón hans sjálfs. Sam-
kvæmt henni lifði hann og starfaði til hinztu stundar, þó að
örlög hans yrðu sem annarra spámanna:
Og skáldið hreppir hlutfall það,
sem hversdagslífið þrengir að,
sem hnigur undir önn og töf
með öll sín beztu ljóð í gröf.
En merkið stendur, þótt maðurinn falli. Og skáldið trúir á
sigur réttlætisins. Sú trú var honum meira virði en trúin á
það himnaríki, sem kirkjan kennir, að hinir sáluhólpnu eigi
í vændum.
Óvíða birtist þessi trú skáldsins heitari eða hreinni en í
kvæðinu „Kveld“, einu ágætasta ljóði skáldsins. Af sama toga
spunnið er kvæðið „Martíus“, þrungið æskueldmóði og hrifn-