Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 120
116
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
að farið var að halda bréfadagbók um komin bréf. Kerfis-
bundin flokkun skjala eftir bréfadagbók var tekin upp 1859.
Skjöl þau, sem við kirkjur geymdust, voru lengi fram eftir
öldum einkanlega bréf og gjörningar, sem á þurfti að halda
til þess að gæta hagsmuna kirknanna. Nú á dögum eru kirkju-
bækur (prestsþjónustubækur) og sálnaregistur eða manntals-
bækur sjálfsagðar við hverja kirkju, en hér á landi verður
kirkjubóka ekki vart þangað til á síðara hluta 17. aldar, og
elzta sálnaregistur, sem nú þekkist, er frá 1744 og nær ekki
yfir fleiri ár. Engin lagaboð voru til um embættisbækur presta
hér á landi þangað til 1746. Þá var boðið í tilskipun um hús-
vitjanir 27. maí (21. gr.) og erindisbréfi handa biskupum 1.
júlí (31. gr.), að prestar skyldu m. a. halda kirkjubækur og
sálnaregistur. En mikill misbrestur mun hafa verið á því, að
þessum lagaboðum væri hlýtt, þangað til biskuparnir Hannes
Finnsson og Árni Þórarinsson skárust í málið með umburðar-
bréfum, sem þeir sendu hvor ixm sitt biskupsdæmi árið 1784.
Þar lögðu þeir fyrir presta að halda kirkjubækur og sálna-
registur eftir nákvæmum reglum, sem settar voru í bréfunum.
Síðan hafa prestar almennt haldið þessar embættisbækur, en
reglur um skráningu þeirra hafa að sjálfsögðu breytzt.1)
Frá öldunum fyrir siðaskipti fæst engin vitneskja um stærð
skjalasafna hér á landi. 1 máldögum kirkna og klaustra og
eignaskrám biskupsstóla er oft gerð grein fyrir bókaeign og
bækur taldar með titlum.2) Þá var ekki greint milli skjala-
gagna og bóka með þeim hætti, sem nú er gert; eru því t. d.
máldagasöfn í bókarformi talin með öðrum bókum. En á laus
skjöl, sem oftast eru kölluð bréf, er hvorki kastað tölu né
þeim lýst eða minnzt á efni þeirra, nema um máldaga sé að
ræða, sem eðlilega er oft vísað til. Oft er máldagi kirkju
nefndur skrá hennar.
Elztu heimildir um fjölda skjala saman kominna á einn
stað eru frá síðasta áratug 16. aldar. Guðbrandur biskup
1) Sbr. Jón Guðnason: Skrár Þjóðskjalasafns II, bls. 4—15.
2) Sbr. Emil Olmer: Boksamlingar pá Island 1179—1490, Göteborgs
högskolas Srsskrift 1902, og Guðbrandur Jónsson: Islenzk bókasöfn fyrir
siðabyltinguna, Árbók Landsbókasafns 1946—47, bls. 65—78.