Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 32
28
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
nýju. Fjállið Einbúi er mannshugsjón Stephans, mikilmennið,
sem eitt sér og skjóllaust stendur af sér allar nepjur. Eins
verður tréð í Greniskóginum ímynd þess, sem við örðugustu
vaxtarskilyrði rís úr lægð sinni, jafnvel upp fyrir þá, sem
hlaðið var undir frá fæðingu, og hopar hvergi fremur en
Einbúi, „hognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast“.'
Þessi heilsteypta og sterka mannger'Ö stendur Stephani næst,
og henni lætur honum bezt að lýsa.
f annan stað er eftirlæti hans ræktandinn, umbótamaður-
inn, sem býr í haginn fyrir framtíðina — og vex af því sjálfur.
Þess háttar er til að mynda jarðyrkjubróðirinn í kvæðinu
BrœÖrabýtum. — Stephan metur jafnvel plægingarmanninn
meira en sáðmanninn, brautryðjandann meira en vegagerðar-
manninn:
Undanfarar, öldum gleymdir,
þá eru mínir menn.
---------Var samt eigi
Skírarinn meiri en Messías?
Sólskinsvon er fegri degi.1
Loks verða Stephani að yrkisefni, líkt og Bjarna Thoraren-
sen, vanmetnir hæfileikamenn, sem eru í ósamræmi eða and-
stöðu við aldarháttinn, tortímdir gáfumenn, sem tíðarandinn
hefur meinað að njóta sín — og þeim er veitt uppreisn. Svo
er til að mynda um Jón hrak í hinu raunsæja örlagakvæði:
Þegar alþjóð einum spáir
óláns, rætist það.
í bréfi frá 1925, þar sem á góma ber nýjar íslenzkar bækur,
getur Stephan þess m. a., að nýkomin muni barnaskólalesbók
eftir Jónas Jónsson. „Þú getur nærri, að kverið er kjarnagott:
sagt er, að Jón hrak sé líka í því! eins og í Lestrarbók Nor-
dals fyrir hærri skóla. Ég vona, að Hrak komist í háskólann
líka! Hann á nú ekki annað eftir!“2 Ekki skulu Stephani
1) Við óminniselfuna, A. IV, 172—173; tjrv., 228—229.
2) Br. III, 205.