Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 136
132
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
safn Danmerkur skyldi láta af hendi úr skjalasöfnum stjórn-
ardeilda og leyndarskjalasafni skjöl, sem að mestu eða öllu
leyti varða ísland, þó með þeirri takmörkun, að Ríkisskjala-
safn Danmerkur skyldi eiga áfram svo mikið af þess konar
skjalagögnum, að eftir þeim væri auðið að rekja þráðinn í
yfirstjórn Islands, meðan því var stjórnað frá Kaupmanna-
höfn. Þessi meginregla skyldi gilda allt til 1904, og samkvæmt
henni skyldi Island láta af hendi hækur úr skjalasafni ís-
lenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, sem hingað
var sent það ár, eins og fyrr segir. Samkomulag varð einnig
um það, að íslandi skyldu afhent málsskjöl í íslenzkum hæsta-
réttarmálum, enn fremur um nokkur skil úr Árnasafni og
Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.
Samkvæmt tillögum nefndarinnar var gerður samningur
milli íslands og Danmerkur 15. október 1927 um gagn-
kvæma afhending úr söfnum á bókum og skjölum.1) Islandi
var afhent úr Ríkisskjalasafni Danmerkur 833 bögglar og
bindi skjala og skjalabóka frá 16.—19. öld. I skiptum lét
Þjóðskjalasafn íslands úr skjalasafni hinnar íslenzku stjórn-
ardeildar í Kaupmannahöfn tillögubækur (forestillingsproto-
koller) 1849—1903, bréfabækur 1849—1904, skrár við bréfa-
bækur 1864—1904 og skrá yfir konungsúrskurði 1849—1903,
alls 79 bindi. tJr skjalasafni hæstaréttar Dana, sem að nokk-
uru leyti var komið í Ríkisskjalasafnið, voru Islandi afhent
málsskjöl í íslenzkum málum 1802—1921. tJr Árnasafni voru
látin af hendi fornbréf þau, sem farið var fram á í skýrslu
Jóns Þorkelssonar, að nokkurum bréfum við bættum, 700 forn-
bréf alls. En af handritum þeim, sem hann taldi, að láta bæri
af hendi við Island úr því safni, fengum vér aðeins þrjár
skinnbækur frá Hólum (bréfabók Jóns Vilhjálmssonar, mál-
dagabók Ólafs Rögnvaldssonar og rekaskrár m. m. frá 14. og
15. öld, AM 235, 274 og 276, 4to) og fjórða handritið, skinn-
blað mjög gamalt, AM 278 b, 4to, sem heldur rekaskrá Þing-
eyraklausturs og mun vera úr skjalasafni klaustursins. tJr
Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn var látið af hendi
1) Sbr. auglýsing í A-deild Stjórnartíðinda 1927, bls. 201.