Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 39
Skímir
Stephan G. Stephansson
35
blekkingu, stælir hann þannig og verður ljós á vegi hans.
Vantrúin getur jafnvel hirzt sem trúarmóður eða eins konar
náðarvitrun, sem veitir innri fróun:
Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt,
og glóandi birtuna lagði um allt.
Hún brá fyrir, kvísluð, sem kveldleiftur glampa,
en kveikinn minn snart hún og tendraði lampa.1
Sumt af kveðskap Stephans er einmitt helgikvæði, sálmar,
í víðtækustu merkingu þeirra orða. „Það er eldmóðurinn, en
ekki kreddan, sem gerir sálm að sálmi. „Allah er guð og eng-
inn guð nema hann,“ segja Múhamedar, og þegar menn
einhvern tíma sjá, að lífið er guð og enginn annar guð nema
það og að allt veltur á, að því, sem meðvitund hefur, farnist
sem farsælast, þá fjölgar því, sem við nú nefnum sálma, trú
mér til,“ segir Stephan.2
„Lífið er guð og enginn annar guð nema það,“ segir hann.
Og ennfremur:
Sæla reynast sönn á storð
sú mun ein að gróa.3
Þetta er ekki trúlaus maður. Hann trúir á lífiS og gróandann.
Hann trúir á reynsluna:
Þau reynslu-spor, sem menning manna hækka
og miða fram, er sannleikurinn eini,
því hann er líf .. .4
Hann trúir á starfið, sem verður honum eins konar trúar-
bragðaígildi: „Heitust bæn er vinna.“5 6 — Maðurinn lifir í
verkum sínum og áhrifum — í góðri og farsælli afleiðingu
af ráðvöndu lífi varðveitist árangurinn af tilveru einstaklings-
ins.G Sú var trú Stephans á gildi og framhald lífsins. Mark-
1) Vantrúin, lokaerindi.
2) Br. III, 98 (1923).
3) Harpa, A. 1, 77.
4) Hvað er sannleikur? A. III, 209.
5) Eftirköst, A. I, 247.
6) Sbr. m. a. Br. IV, 135 (1898).