Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 149
Skímir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 145
bæ (sennilega Saurbæ á Kjalarnesi) og ræna þar úr kirkju
og kirkjugarði sverðum, krossbogum, brynjum og hestum.
Nokkru síðar ná þeir þó Ölafi Nikulásarsyni og Andrési Ólafs-
syni, drápu hinn síðarnefnda og ræntu. Árið 1425 brjótast
þessir náungar inn á heimili Kláusar nokkurs Junghe og
Magnúsar Hákonarsonar (sennilega einhvers staðar á Suð-
urnesjum), særa þá til ólífis, ræna þar, en setja sína menn
niður um vertíðina. Þeir ræna skip herra Indriða Erlends-
sonar riddara, brjóta skip erkibiskups, ráðast að nýju á Bessa-
staði og taka þar Kláus Ólafsson höndum, og Ólafi Nikulásar-
syni ná þeir og flytja þá Kláus til Englands. Þeir ræna einnig
konungsskreið og báti, setja Jesse nokkurn Syondesson í jám
og handhöggva annan þegn konungs.
I skýrslu sinni getur Hannes 26 Englendinga með nöfn-
um, en 13 þeirra virðast tengdir flokki J. Percys. Annar
ribbaldaflokkur hefst við norðanlands, en þar hófust deilur
með leikum og lærðum, er Jón Tófason Hólabiskup andaðist
árið 1423. í banalegu sinni setti hann Norðmanninn Mikael
officialis í biskupsdæminu, en Þorkel Guðbjartsson skipar
hann ráðsmann á Hólum. Hannes Pálsson studdi auðvitað
menn biskups, en „flestir allir prestar“ og bændur úr Skaga-
firði og viðar af landinu vildu setja innlendan mann sem
officialis, en urðu að lúta í lægra haldi. Nú er vant að segja,
hvort þessar deilur hafi blandazt að einhverju leyti inn í
átökin milli Englendinga og konungsmanna. Hannes segir
mörg ill tíðindi af framferði Englendinga fyrir norðan land,
en hann kann engin skil á ribböldunum, svo að frásögn hans
virðist heldur hæpin. Hann fullyrðir, að Englendingar hafi
gjöreytt Ólafsfjarðarhérað og rænt og brennt kirkjurnar í
Húsavík, Hrísey og Grímsey.
Hinn 7. maí 1425 áréttar Eiríkur konungur enn þá einu
sinni bannið við verzlun útlendinga í skattlöndum norska rík-
isins: Hálogalandi, Finnmörku og Islandi, og hefur sú árétt-
ing sennilega komið út snemma sumars sama ár. Annar
aðalflokkur Englendinga hér við land hafði þá bækistöðvar
í Vestmannaeyjum og „víggirti þær á ári hverju eins og her-
búðir“, segir Hannes. Fyrir þessum flokki var Nicholas Dals-
10