Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 226
222
Ritfregnir
Skírnir
ljómandi vel sagt í þeim eggjunum. Mönnum, sem láta sér fátt um slík
ljóð finnast, skal bent á, að skéldskapur af þessu tagi hefur áður haft
hlutverki að gegna. Og svo mun enn verða.
Frá listrænu sjónarmiði eru kvæðin ærið misjöfn. Og sum þeirra mættu
að ósekju vera allmiklu styttri. En mjög víða sindrar þó sem af glóandi
málmi úr aflinum. Oft er skáldið kjarnyrt og orðheppið með afbrigðum.
Sem dæmi þess má nefna hið meitlaða ættjarðarkvæði Vangaföl og
vindsvöl:
Vangaföl og vindsvöl
vakir okkar fósturjörð
ein í alda djúpi
yfir sinni hjörð.
Hörð er hún á brúnina,
— hún er svo gjörð.
Augun fráu allt sjé
uggvænlegt, sem fyrir ber.
Hún dottar aldrei, hvað sem að fer.
— Veiztu, barn, að nú er hún
að vaka eftir þér?
Athyglisverður þáttur í þessari nýju Ijóðabók Sigurðar eru kvæði hans
um sveitalíf og búsýslu, þrungin starfsgleði og fögnuði. Sjá t. d. Ilminn
af daganna starfi, Hey og Geturðu sofið um sumarnætur? Yfirleitt virðist
mér bók þessi vera samfelld lofgerð til lífsins og þökk fyrir gjafir þess
þrétt fyrir allt.
Ætti ég að segja, hvert kvæðanna mér þætti mest um vert, kæmist
ég í vanda. En oftast hef ég lesið og lengst dvalizt við síðasta kvæði bókar-
innar: Undir stjörnum og sól. Óvíða, hygg ég, að einlægni skáldsins sé
meiri, hvergi geðþekkara látleysi né barnslegri auðmýkt prúðs manns,
sem lífsreynslan hefur kennt að prófa sig rétt og játa yfirsjónir sínar
fyrir sér og öðrum, en skyggnist þó alltaf hærra og lengra eftir æðstu
verðmætum. Það er lifs- og þroskasaga höfundarins í tíu vísum, en um
leið saga vor flestra í megindráttum, sérstæð sjálfslýsing, en ótrúlega al-
gild um leið — túlkar þrotlausa leit vora að hamingju í mannheimi og
að lausn lífsgátunnar í auðn og kyrrð:
En þó að vér eigum þar villu- og vandræðaspor
á vegum, sem mannlegt hjarta má einatt feta,
þú kallaðir, Island, ávallt aftur til vor.
Vér fundum á auðn þinni áttalínur vors hjarta
einir með himinsins stjörnum, er dagur var þrotinn
og heilagt skin þeirra bar yfir jöklana bjarta.