Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 251
Skímir
Ritfregnir
247
dansarnir hafi ekki orðið fyrir áhrifum frá eddukvæðum (t. d. í Noregi
og Danmörku)? Vera kann, að ekki verði sýnt, að eddukvæði hafi verið
til í Danmörku fram á daga elztu sagnadansa, en er hægt að sanna, að
þau hafi ekki verið það? Hér er auðvitað ekki tækifæri til að fjölyrða
meira um þetta, enda varla ástæða til þess í þessari ritfregn, með því að
Jón Helgason fer mjög gætilega í þessum efnum.
Kafla Jóns i hókinni lýkur með ágætri rita- og ritgerðaskrá, er í hana
valið af mikilli dómgreind og þekkingu.
Kafli Sigurðar Nordals um bókmenntir í óbundnu máli hefur sama
yfirburðabrag þekkingar og gáfna, en er að öðru leyti harla ólíkur kafla
Jóns. Hér er ekki fyrst og fremst verið að semja handbók, heldur yfirlit
yfir niðurstöður á athugunum og rannsóknum gerðum á löngum vísinda-
mannsferli. Og einmitt þess vegna er ritgerð hans svo dýrmæt. Áður
hafði hann ekki birt neitt þvilikt yfirlit, og auk þess fjallar hann hér um
suma þáttu hinna fornu bókmennta, sem hann hafði ekki gert áður á
prenti.
Þó að ekki sé ritgerðin lengri en hún er, er efni hennar býsna mikið,
og furðu er þar komið víða við. En auðvitað er þess þó ekki kostur að
fjalla um nándar nærri eins mörg smáatriði og í hinni fyrri greininni,
með því líka að það liggur í sjálfu eðli hennar, að í henni er meira af
almennum liugleiðingum.
Sigurði er þróun bókmenntanna aðalatriði, og því verður honum tíma-
talið taug bókmenntasögunnar. Hann kostar kapps um að skapa sér hug-
mynd um aldur ritanna og reynir síðan að gera sér grein fyrir rás þessa
menntalifs. Eins og enn er komið, verður slíkt ekki gert nema með leið-
sögukenningu, því að frumrannsóknirnar, rannsóknir hinna einstöku
verka, eru fjarri því að vera komnar svo langt, að hér sé örugglega spor-
rækt. En samkvæmt þessu sjónarmiði reynir hann eftir mætti að taka
ritin til meðferðar í tímaröð, einkum framan af, en auðvitað verður að
skipta í flokka, er á liður. Helzt má telja vafasamt, hvort heppilegt sé
að fjalla um fornaldarsögur á undan Islendingasögum, með því að sjónar-
miðið er hér annars ævinlega ritunartími.
Þessi tilraun, að rekja feril ritunarinnar, færir bókmenntirnar niður
á jörðina, gerir skiljanlegt, hvernig eitt ritið dregur annað á eftir sér.
Allt um það getur efni ritanna valdið nokkrum heilabrotum. Fornsög-
urnar vitna iðuglega til munnmæla og munnlegra frásagna. Eins og
kunnugt er, hefur mönnum mjög sýnzt tvennt um. Sumir hafa hugsað
sér, að fornsögurnar hafi lifað svo til fullsamdar á vörum manna. Sig-
urður Nordal og margir aðrir telja það fjarri sanni. Þó að minna sé
fjallað um hinar munnlegu frásagnir en sjálfsagt hefði verið ástæða til,
kemur hér þó skýrt fram, að það er allt annað en Sigurður neiti tilveru
þeirra, en hann telur allar sögur samdar af þeim, sem skrifað hafa. Hygg
ég, þegar sögumar eru teknar hver fyrir sig, verði erfitt að neita þessu.
Hlutfall „sanninda“ og „skáldskapar" er svo aftur annað mál, harla