Skírnir - 01.01.1980, Síða 9
SKÍRNIR
7
UM LEIKSTJÓRN
vinnur nefnilega út frá mótunarhugmynd, sem á að fela í sér til-
gang sýningarinnar og aðferð. Hvenær sú mótunarhugmynd
fæðist getur oltið á ýmsu og ekki kemur hún alltaf alsköpuð út
úr höfði Seifs í einu stökki. Ef um innlent viðfangsefni er að
ræða, frumuppfærslu, hefst starf leikstjórans gjarnan mörgum
mánuðum áður en sýning er fyrirhuguð, jafnvel árum áður, þeg-
ar leikverkið er að verða til og sýning kannski allsendis óráðin.
Sömuleiðis kemur oftlega fyrir svipuð samvinna leikstjóra og
þýðanda. Nokkuð fljótt kemur síðan leikmyndateiknarinn til
skjalanna, enda á hann ásamt leikstjóra og höfundi, ef tiltækur
er, oftast mikinn þátt í mótunarhugmyndinni og formar stíl og
aðferð með leikstjóranum.
Ég sé svo ekki ástæðu til að lýsa ytri vinnu leikstjórans að
nokkru ráði, enda mun hún mörgum kunnug, vinnutilhögun
hans á degi hverjum þegar undirbúningur sýningar stendur yfir,
hvort sem hann æfir með leikurunum fjórar stundir eða sex,
ellegar enn fleiri, sem sums staðar tíðkast, vinnu hans með öðr-
um samstarfsmönnum utan leikæfinga, ljósahönnuðum, sýning-
arstjóra, förðunarfólki, leikmunafólki o. s. frv. Oft endist vart
sólarhringurinn. Sjálfur æfingatíminn getur verið æði mislang-
ur, allt frá tveimur til þremur vikum upp í 10 mánuði eða ár;
hér á landi mun nokkuð algeng regla að hann sé sem næst
tveimur mánuðum, skemmri ef um stutt erlend verk er að ræða,
lengri ef frumvinna er að innlendum leikverkum.
Mikil ósköp, það er enginn að draga í efa, að starf leikstjórans
sé vandasamt. En hvaða rök eru fyrir því að nota orð eins og
lykilpersóna, hafa menn gleymt bæði leikaranum og leikskáld-
inu? Varla verða flutt mörg leikverkin, án þess að leikarinn sé til
kvaddur að tala til áhorfenda, varla verða margar leiksýningar
til, án þess gengið sé í smiðju til leikskáldsins: í upphafi var
orðið, jafnvel í list hins sýnilega. Nei, rétt er það, enda hafa leik-
skáldið og leikarinn haldið sínum hlut, þó að við hlið þeirra
hafi eflst þriðji listamaðurinn, sem þar stendur miðsvæðis.
Ég skal nú reyna að skýra nokkrum orðum þá breytingu, sem
leiklistin tekur á þessari öld og sem skapar forsendur fyrir því,
sem sumir hafa viljað kalla einveldi leikstjóranna og sem ýmsir
nú á allra síðustu árum hafa viljað hnekkja með hópvinnuað-