Skírnir - 01.01.1980, Side 18
16
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
sjá næmleika hans í leikrænni greiningu og sálfræðilegri dýptar-
könnun. Það er hins vegar sviðsetningin sjálf, sem fangar hug
Indriða sem leikstjóra, tæknilegar lausnir, möguleikar hins sýni-
lega; vitnisburður þessa hefur fundist og verða gerð skil síð-
ar.3 Þó að hvorugur þeirra Indriða né Einars verði skoðaður
sem leikstjóri í eiginlegri merkingu þess orðs í dag, né heldur
hafi þeir skoðað sig sem slíka, verða skáldin tvö dæmi um tvo
meginþætti í gáfu leikstjórans: sumir eru hugkvæmastir í per-
sónuleikstjórninni, en öðrum lætur best sviðsetningin, en auð-
vitað þarf þetta að fara saman í meira eða minna mæli. Ef menn
kjósa nýleg dæmi um það hvað ég er að fara, mætti bera saman
sýningar þeirra leikstjóranna Bríetar Héðinsdóttur og Brynju
Benediktsdóttur.
Um hálfs annars áratugs skeið er tengdasonur Indriða Ein-
arssonar, Jens Waage, leiðbeinandi Leikfélags Reykjavíkur og
þannig fyrsti maður sem samfellt gegnir slíku starfi með leikend-
um, sem eru að þróast af áhugamennsku yfir í atvinnumennsku-
stig a.m.k. hvað getu, þroska og listrænar kröfur snertir. Og
hvernig ætti annað að vera en Waage hafi átt drjúgan þátt í
þeirri þróun? Þegar blöðin lýstu leik Waages, var honum iðu-
lega hrósað fyrir hófsemi og smekk, og ekki þarf neina óvenjulega
hugkvæmni til að geta sér þess til, að sömu einkenni hafi verið
á hans bestu sýningum, enda virðast umsagnir blaða benda til
þess. Litríkur sjónrænn ofstopi virðist hafa verið honum fram-
andi, engar myndrænar öfgar ögra honum og flókin liópatriði
liggja ekki fyrir honum (né kannski stærð leiksviðsins eða leik-
hópsins). En í hinu borgaralega raunsæi í höndum fárra hæfra
leikara stendur hann á góðum grunni, og hann sækir fyrirmynd-
irnar til Danmerkur, eins og öll þessi kynslóð, en þar stóð all-
raunsæilegur leikstíll traustum fótum. Keppikeflið er að sjá á
leiksviðinu „líf en ekki leik“, eins og Bjarni frá Vogi orðaði það
í einni umsögn.4 En þar með er reyndar ekki öll sagan sögð. Það
kemur í hlut Jens Waages að fylgja úr hlaði þeim innlendu verk-
efnum sem þarna koma fram á fyrstu gullöld íslenskrar leikrit-
unar. Þar draga hugmyndir og fyrirmyndir að utan ekki nema
hálft hlass. Af hlutverkavali Waages virðist mega ráða, að ljóð-
rænn innileiki hafi legið betur fyrir honum en rómantískir há-