Skírnir - 01.01.1980, Síða 20
18
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
feril hans og listskynjun. Þess sér mjög greinileg merki í verk-
efnavali hans, jafnvel áratugum saman, auk þess lýsti hann eitt
sinn aðspurður í útvarpsviðtali við þann sem hér talar áhrifum
þessara ára. Fjöldaleikstjórn fannst mér aldrei liggja fyrir Indr-
iða Waage, fremur en föður hans, einnig hann átti styrk sinn í
ákefð hins nálæga. En veggir raunsæisstefnunnar nægðu honum
ekki, til þess hafði hann drukkið of mikið af bikar expressionism-
ans og kynnst of vel þeirri „retheatralisierung“ eða endurslípun
á tjáningarþrótti leiksviðsins, sem Reinhardt beitti sér fyrir.
Það var seiðmagn hins óræða, sem kom á flug þeim sýningum,
sem hann varð frægastur fyrir, Á útleið (1926), Sex verur leita
höfundar (1926), Loginn helgi (1940), Ég hef komið hér áður
(1943), Meðan við bíðum (1949), Sölumaður deyr (1951), Lok-
aðar dyr (1954). En Indriði átti náttúrlega miklu fleiri strengi
til, hann varð fyrstur til að kynna Shakespeare og Strindberg og
alþýðuleikina eftir sögum Jóns Thoroddsens, og fjölmörgum
gamanleikjum veitti hann brautargengi (Tópaz 1952, Fædd í
gær, 1955).
Haraldur Björnsson bjó að sinni gömlu dönsku raunsæishefð,
og þó hann fengist við margvísleg verkefni, braust hann í raun-
inni aldrei gegn þeirri hefð, þó að hann beitti ólíkum aðferðum
við ólík verkefni, og í meðferð hinna íslensku verka, sem honum
var mjög annt um, hefur liann sennilega reynt að móta sinn
eigin stíl. En ég get ekki að því gert, mér býður í grun, að stíl-
færð ærsl hinna sígildu skopleikja og skáldformsins kröftuga upp-
hafning í harmleikjunum hefðu átt í Haraldi eldlegan fulltrúa,
ef mótun og þróun hefðu leitt leikstjórn hans á þær brautir. Þess-
ar ályktanir dreg ég af þeim yfirburðum, sem Haraldur hafði
sem leikari á þessum sviðum, en hitt er að vísu rétt, að þetta
þarf ekki endilega að fara saman.
Lárus Pálsson var húmanistinn í þessum hópi og handgeng-
inn uppsprettum íslenskrar menningar. Hann var næmur með
afbrigðum á ljóðrænan skáldskap, eins og ljóðalestur hans ber
vitni um, og þessa eiginleika nutu oft sýningar hans. Ekki veit
ég hversu mikinn pata Lárus Pálsson hafði af starfi Jacques
Copeau eða þeirra Cartel-manna, en ég get ekki betur séð en
þarna sé andlegur skyldleiki, hreinræktin, samlifunin með inn-