Skírnir - 01.01.1980, Page 28
26 JÓN VIÐAR JONSSON SKIRNIR
bornar saraan. Þar sem verkefnið var að verulegu leyti unnið er-
lendis hafði ég hvorki tækifæri til að hafa samband við leikstjóra
né meðleikendur og varð því að láta nægja frásagnir leikaranna
sjálfra. Þessi takmörkun kann að virðast nokkuð hæpin og væri
verið að fjalla um t.d. evrópsk nútímaleikhús, þar sem leikstjór-
inn hefur mun meira vald til að skapa heild úr starfi leikaranna
en löngum hefur tíðkast hér á landi, væri hún nánast óafsakan-
leg. íslenskir leikarar hafa hins vegar oft og tíðum viljað fara
sínu fram á sviðinu og því hafa sýningar stundum orðið lítið
annað en samsafn ólíkra einstaklingstúlkana. Þetta á greinilega
við um útvarpsuppfærsluna á Galdra-Lofti frá 1947, þar sem
túlkun Lárusar Pálssonar á aðalhlutverkinu sker sig úr og gnæfir
yfir. Sarna virðist mér óhætt að segja um túlkun Gunnars Eyjólfs-
sonar á hlutverkinu, en hann gerði Loft að algerum miðdepli
og geranda verksins. Það er í rauninni ekki fyrr en Leiksmiðjan
setur upp leikritið með Arnar Jónsson í hlutverki Lofts að leit-
ast er við að finna jafnvægi og samræmi milli einstakra persóna
og þátta leiksins. Þegar á allt er litið held ég ekki að það hafi
komið að sök að takmarka ritgerðina við Loft, einhver takmörk
varð þó að setja. Það má einnig benda á að hvernig sem verkið
er skilið hlýtur Loftur ævinlega að draga til sín aðalathyglina
og misheppnist lýsing hans er hætt við að sýning á verkinu sé
fallin. í sögu Lofts hlýtur að felast boðskapur höfundar til les-
andans og hið sama á auðvitað við um leikhúsið. Markmiðið
var að verða einhvers vísari um íslenska leiklist á þessari öld
með því að kanna hvernig sami texti hefði verið notaður af
nokkrum ólíkum leikurum og þá skipti að sjálfsögðu mestu
máli að maður hefði fulla yfirsýn yfir þær einingar sem bornar
eru saman.
I upphafi virtist sem átta túlkanir kæmu til greina. Hjá L.R.
höfðu fjórir Loftar stigið á fjalirnar: Jens Waage, 1914, Indriði
Waage, 1933, Gunnar Eyjólfsson, 1948, og Gísli Halldórsson,
1956. Eins og fyrr segir lék Lárus Pálsson Loft í uppfærslu Ríkis-
útvarpsins 1947, Gunnar Eyjólfsson lék hann aftur 1967 hjá
Þjóðleikhúsinu, Arnar Jónsson 1968 hjá Leiksmiðjunni og loks
Pétur Einarsson 1970 hjá Sjónvarpinu. Við nánari athugun
reyndist þó ekki unnt að taka fjórar túlkananna með. Markmið