Skírnir - 01.01.1980, Page 30
28 JÓN VIÐAR JÓNSSON SKIRNIR
sem hafa valist til að skrifa um leikhús á íslandi gegnum tíðina
hafa að vísu flestir borið betra skyn á bókmenntir en leikhús
og talið leikhús lítið annað en tæki til að koma á framfæri bók-
menntalegum texta. Af þessum sökum hafa þeir oft skrifað langt
mál um leikritin, en afgreitt sýningarnar á fremur yfirborðs-
legan hátt. Ef vel er að gáð má þó oft finna óbeinar upplýsingar
um sýninguna í því sem gagnrýnandinn skrifar um leikritið, því
að það er ósennilegt að þeir hefðu ekki veitt því eftirtekt ef það
sem fór fram á sviðinu styngi verulega í stúf við skilning þeirra
á textanum. Og ekki þarf lengi að lesa það sem hefur verið
skrifað um sýningar L.R. á Galdra-Lofti til þess að sjá að sama
viðhorfið er stöðugt að skjóta upp kollinum. Gagnrýnendur eru
á svo einu máli um boðskap leikritsins að lesturinn verður
næsta tilbreytingarlaus til lengdar. Það nægir að tína til fáein
dæmi frá fjörutíu ára tímabili til þess að sýna hvert þetta við-
horf er.
Sýningu L.R. á Galdra-Lofti 1914 var tekið fádæma vel og
hrifning gagnrýnenda á sér vart nokkur takmörk. Allt er á eina
bókina lært: með leikritinu hefur Jóhann Sigurjónsson sýnt að
hann er fullkominn jafnoki Ibsens og Strindbergs og aðalleik-
endunum, Jens Waage og Stefaníu Guðmundsdóttur sem lék
Steinunni, er jafnað við bestu leikara sem gagnrýnendur þekktu
til í Evrópu. Það verður vart á milli séð hvort er ríkara, gleði
yfir listrænu afreki eða þjóðernismetnaður. Leikdómur Jakobs
Jóh. Smára í Vísi 2. jan. 1915 er að mörgu leyti dæmigerður fyrir
undirtektirnar og viðhorf manna til leikritsins. Þar skrifar hann
m.a.:
Það er ógurlegt að sjá hann. (þ.e. Galdra-Loft) Þar virðist farið í landa-
leit um svörtustu hyldýpi mannssálarinnar. Og auðnin, myrkrið er mikið.
Um Loft sjálfan skrifar Jakob Jóh. Smári:
Hann er ekki í upphafi vondur maður. En hann er metnaðargjarn úr hófi
fram og sjálfselskur... Hann er afburðamaður að gáfum og lærdómi, „geni",
og við lestur huldra fræða vaknar hjá honum áköf löngun til þess, eins og
hann segir, „að standa með alla þekkingu mannanna á þröskuldinum til hins
ókunna". Þessi löngun fær byr undir báða vængi þegar hann hefir látið eftir
sjálfselsku sinni og holdfýsnum og flekað Steinunni, sem hann ann ekki, þótt
hann haldi það í svip. Ein syndin býður annarri heim. Eftir að hann hefir