Skírnir - 01.01.1980, Page 33
■SKÍRNIR
LOFTUR A LEIKSVIÐINU
31
hvort Jens Waage og þeir sem síðar léku Loft hafi litið persón-
una sömu augum.
Óyggjandi svar við þeirri spurningu verður auðvitað aldrei
hægt að fá, en með því er ekki sagt að eitt svar geti ekki verið
sennilegra en önnur. Og það virðist afskaplega ólíklegt að nokk-
ur reginmunur hafi verið á viðhorfi gagnrýnenda og túlkunum
leikaranna. Hér var einfaldlega um hefðbundið og viðurkennt
viðhorf að ræða, sem engum datt í hug að vefengja, hvorki leik-
um né lærðum. Og það kemur líka í ljós, þegar Leiksmiðjan
rís gegn þessari hefð í sýningu sinni og fer meðvitað aðrar leiðir,
að sumir gagnrýnendur kannast ekkert við þennan nýja Loft og
kvarta yfir því að túlkun Arnars Jónssonar komi ekki lieim og
saman við þær hugmyndir sem þeir hafi um Loft.3
Annað sem styður tilgátuna um tilurð ákveðinnar túlkunar-
hefðar eru innbyrðis tengsl leikaranna. Indriði Waage hlýtur
að hafa séð föður sinn leika Loft árið 1914. Ef til vill hefur
hann fylgst með æfingum og séð sýninguna oftar en einu sinni,
og það er ósennilegt að túlkun Jens hafi haft minni áhrif á
hann en aðra samtímamenn. Auðvitað kann Indriði að liafa
farið aðrar leiðir en faðir hans, a.m.k. í einstökum atriðum, en
í því sem var skrifað um sýninguna 1933 hef ég ekkert fundið
sem bent geti til þess að liann hafi túlkað hlutverkið á gerólíkan
hátt.
Lárus Pálsson er nítján ára menntaskólanemandi í Reykjavík
þegar Indriði leikur Loft, og það er harla ósennilegt að hann
hafi ekki séð sýninguna eða haft af henni einhverjar spurnir.
Nú bætist auk þess einn tengiliður við: leikstjórinn Haraldur
Björnsson. Haraldur leikstýrði Galdra-Lofti manna oftast: á
Akureyri 1927, þar sem hann lék Loft sjálfur, sýningu L.R.
1933, útvarpsuppfærslunni 1947, sýningu L.R. 1948 og að síð-
ustu á Selfossi 1960. Haraldur tengir þannig Indriða, Lárus og
Gunnar saman og hefur haft góð tækifæri til að stuðla að því
að túlkun Iians sjálfs — eða hin viðtekna — yrði að leikhefð.
Þar sem Haraldur er fallinn frá er ekki unnt að fá þessa tilgátu
staðfesta og af leikstjórnarbók hans, sem er varðveitt, verður
ekki mikið ráðið um þessi efni.
Tengslin eru því býsna náin og auðvelt að rekja þau frá Jens