Skírnir - 01.01.1980, Page 58
56 JÓN VIÐAR JÓNSSON SKIRNIR
inn að nýju tökum á honum og þegar Ólafur birtist eru þau
Steinunn stödd í innilegum atlotum.
í frásögninni af fyrirburðinum í kirkjugarðinum, þegar Loft-
ur þykist hafa séð Gottskálk biskup grimma, lét Arnar tvennt
togast á um Loft. Hann segir söguna til þess að stríða Steinunni
og ögra henni og undir niðri er hann fullur af strákslegum
kvikindishætti. En það er einnig ljóst, að dulúðin hrífur hann
með sér, og í orðunum: „Sá, sem af allri sálu sinni óskar annarri
manneskju dauðans, hann lúti höfði, horfi til jarðar og mæli:...“
leitaðist Arnar í fyrsta skipti við að sýna ofstækið, sem síðar
setur sífellt meiri svip á persónuna.
í sýningu Leiksmiðjunnar var reynt að gera Ólaf, Steinunni
og Dísu að trúverðugum og heilsteyptum manngerðum, sem
gagnstætt Lofti stóðu báðum fótum á jörðinni. Ólafur var skyn-
samur og yfirvegaður og í atriði þeirra í fyrsta þætti er Loftur
skömmustulegur og flóttalegur. Stöður leikendanna voru t.d.
þannig, að Loftur hörfar stöðugt undan Ólafi, sem reynir að
gera honum ábyrgð hans ljósa. Dulspekilegar vangaveltur hans
eru öðru fremur liður í tilraunum hans að verjast Ólafi og með
því að láta hann kenna andlegra yfirburða sinna reynir hann
að hefja sjálfan sig upp yfir alla aðra. Dulspekin veltur fyrir-
varalaust upp úr honum og hann er fullkomlega einlægur í trú
sinni á þau fyrirbæri sem hann er að lýsa. En ákafinn verður
fljótt óeðlilegur, ofstækið kemur í ljós og Ólafi verður strax
Ijóst að Loftur er ekki fullkomlega með sjálfum sér og reynir
að róa hann.
Sú Dísa sem birtist í lok fyrsta þáttar er gáskafull stúlka, full
orku og lífsgleði. Smám saman smitast Loftur af kátínu hennar
og léttir hans verður enn meiri vegna þess sem á undan er
gengið. Hann slakar á og nýtur sín í návist Dísu og barnsleg
gleði hans nær að lokum hámarki í atriðinu á ábreiðunni, sem
er í senn leikur og ástarjátning.
Loftur ber talsverða virðingu fyrir föður sínum og í atriði
þeirra í öðrum þætti er þetta m.a. sýnt með því að láta Loft
sitja á litlum skemli og horfa upp til föður síns. Afstaða hans
til föðurins er þó fremur kuldaleg, hann er óþreyjufullur eftir
því að ræðuhöldum föðurins ljúki og finnst hann auðmýktur af