Skírnir - 01.01.1980, Page 61
SKÍRNIR
LOFTUR Á LEIKSVIÐINU
59
rödd Lofts sjálfs. Arnar sagðist á þessum stað hafa fengið eina
ábendingu frá leikstjóranum: hann átti að hugsa sér að heitt
blóð rynni á bak við augun í honum og blindaði liann. Hreyf-
ingarnar hægjast og Loftur fellur niður, dáinn af völdum líkam-
legs og andlegs álags.
Túlkun Arnars Jónssonar verður hér ekki borin saman í
smærri atriðum við meðferð Lárusar Pálssonar og Gunnars Eyj-
ólfssonar á Lofti. Hann vinnur hlutverkið með allt öðrum hætti
og með gerólíkt markmið fyrir augum. Túlkun hans er svo ólík
túlkun Gunnars, sem hann mun hafa séð leika Loft 1 Þjóðleik-
húsinu 1967, að maður gæti freistast til að líta á hana sem óbein
andmæli við hefðinni, eins og hún birtist hjá Gunnari. Slík upp-
reisn var vissulega í góðu samræmi við stefnu Leiksmiðjunnar,
sem var skipulögð á mun einfaldari og lýðræðislegri hátt en
Þjóðleikhúsið. Það hefði verið til lítils að umbylta öllum innri
starfsháttum, hefðu sýningar leikflokksins ekki einkennst af
ferskleika, og það lilýtur að hafa verið tilvalið að sýna sjálfstæði
hans með því að setja Galdra-Loft upp á allt annan hátt en
menn höfðu vanist.5 Leikhúsgestum var túlkun Gunnars enn í
fersku minni og þeir gátu því gengið úr skugga um kosti þeirra
vinnuaðferða, sem Leiksmiðjan beitti, með því að bera hana
saman við túlkun Arnars og sýninguna í heild. Sýningin á
Galdra-Lofti var staðfesting þess að Leiksmiðjan flytti eitthvað
nýtt inn í íslenskt leikhúslíf.
En hverjar voru þá þær aðferðir sem listamenn Leiksmiðj-
unnar beittu til að skapa leiksýningu, sem kom mörgum íslensk-
um áhorfendum fyrir sjónir sem mikil nýjung? Þau Arnar og
Þórhildur lögðu áherslu á að flokkurinn hefði leitast við að
búa til „eðlilegan psýkólógískan þráð, þannig að aðstæðurn-
ar þróuðust á rökrænan hátt hver út úr annarri". Það blasir
einnig við af lýsingu þeirra á túlkuninni, að sálfræðilegt raun-
sæi var það markmið sem keppt var að. Vinnuaðferðir þeirra
virðast hafa tekið mið af kenningum Konstantins Stanislavskys,
sem Eyvindur Erlendsson hefur trúlega kynnst í Sovétríkjun-
um. Samkvæmt kenningum Stanislavskys ber leikaranum að
búa til svo raunsanna eftirmynd þeirrar persónu, sem hann
er að leika, að áhorfandinn geti trúað því að það sé lifandi