Skírnir - 01.01.1980, Page 70
68 JÓN VIÐAR JÓNSSON SKÍRNIR
staðfesti fyrir honum, hversu glúrinn bókmenntalesandi hann
sé. Og það ber vitni um meira en litla þröngsýni að ætlast til
þess að leikhúsið fylgi skilningi manns sjálfs á leikritinu — geti
maður ekki sýnt fram á að hann sé samtímalegri og hefði gert
leiksýninguna heilsteyptari en sú greining, sem leiklrúsmenn
notuðu.
Jóhann Sigurjónsson hefði því verið í veikri aðstöðu til að
krefjast þess að hans eigin viðhorf til leikrits síns yrðu lögð til
grundvallar sýningar Konunglega leikhússins á því. En það er
mjög hæpið að túlka orð hans sem merki um slíkan bókmennta-
hroka; skilningur leikhússtjórans var blátt áfram svo óraun-
hæfur að skáldinu var ógerlegt að líta á hann sem hugsanlega
túlkunarleið. Það er fullt eins líklegt að Jóhann hafi gert sér
grein fyrir því sem leikhúsmaður, að Loftur í Fástsgervi gæti
aldrei öðlast það líf á sviðinu sem þyrfti til að vekja áhuga og
samúð áhorfenda. Og orð hans um Steinunni í lok fyrrgreindrar
tilvitnunar sýna, að eitt af markmiðum hans sem skálds var að
vekja með mönnum samúð og skilning á hlutskipti þeirra sem
urðu undir f lífinu. Hann hlaut að ætlast til þess af leikhúsinu
að það keppti einnig að þessu marki og reyndi að hafa svipuð
áhrif á áhorfendur. Jóhann virðist því hafa haft allskýra hug-
mynd um, hvert yrði að vera inntak samskipta leikara og áhorf-
enda, ætti leikrit hans að koma þeim að gagni. Þetta er ekki sama
og krefjast þess af leikhúsinu, að það virði hinn bókmenntalega
texta hvað sem tautar og raular og án tillits til þess, hvernig
það hafi skilgreint afstöðu leikara til áhorfenda.
En leikhúsið og leikbókmenntirnar hafa því miður ekki ævin-
lega þróast í sömu átt. Sú greining, sem gerð var á Galdra-Lofti
hér að framan, staðfestir að mínu viti, hversu samtímalegur og
gagnrýninn höfundur Jóhann Sigurjónsson var og að hann gerði
sér fulla grein fyrir því að hvaða liði hann vildi koma öðrum
mönnum sem listamaður. Hið sama er tæplega hægt að segja
um það leikhús sem hann sneri sér til. Þegar hann afhenti dönsk-
um leikhúsmönnum texta sinn til meðferðar, uppgötvaði hann
að þeir voru rígfastir í rómantískri háspeki aftan úr öldum, en
höfðu engan áhuga á því að gæða venjulegt fólk lífi á sviðinu.
Stjórnendur leikhússins — og trúlega listamenn þess líka —