Skírnir - 01.01.1980, Page 86
84 JÖKULL JAKOBSSON SKÍRNIR
MAGDALENA: Snerpa á tevatninu, sagði ég.
INGIRÍÐUR: Ég vissi ekki —
MAGDALENA: Ég drykki te? Þú veist það núna.
INGIRÍÐUR: Já, nú snerpi ég á tevatninu. Sýnir engan lit á
að snerpa á tevatninu. Ég vissi aldrei þú elskaðir neinn sér-
stakan... þú dansaðir við þá alla, sveifst um gólfið, leiðst
dúnmjúkum fótum og flögraðir um stofurnar eins og fiðrildi
og næstum söngur úr limaburðinum — já, söngur í limaburð-
inum — og þú sveiflaðir höndunum og dillaðir mjöðmunum
og ókst þér allri í kroppnum og liðaðist um og sáldraðir
kringum þig þessum hlátri — þessum hlátri sem fyllti stofurn-
ar og barst út um gluggana svo fuglarnir í garðinum tóku und-
ir og líf okkar allt — líf okkar allt og blómin og fuglarnir...
MAGDALENA háðskt, njósnar: Og hvernig var þessi hlátur?
INGIRÍÐUR: Hvernig?
MAGDALENA: Úr því þú manst þetta allt svo vel. Þú ættir að
geta hlegið sjálf. Já, lof mér heyra! Hlæðu! Stutt þögn. Ég
sagði hlæðu! Lengri þögn. Hlýddu!
INGIRÍÐUR: Magdalena.
MAGDALENA: Var hann svona þessi hlátur?
INGIRÍÐUR fer að gráta, sest.
MAGDALENA: Hvað þá?
INGIRÍÐUR: Þú heyrir ég er að gráta.
MAGDALENA: Ertu að gráta?
INGIRÍÐUR: Já. Ég er að gráta.
MAGDALENA: Gráttu þá. — Já. Gráttu.
INGIRÍÐUR: Ó, fyrirgefðu Magdalena. Fyrirgefðu.
MAGDALENA: Gráttu bara. Þú grætur bara ágætlega. Já, yfir-
leitt gerir þú allt vel, það máttu eiga.
INGIRÍÐUR grœtur: Magdalena ...
MAGDALENA stenclur upp: Hvað nú bara ef rækist inn kúnni?
Þó þú grátir vel, ég veit ekki hvort fólk verslar yfirleitt við
grátandi innanbúðarpíur. Ætlastu kannski til þess ég fari
framfyrir til að afgreiða í tau- og tölubúð? Er ekki nóg á mann
lagt að þurfa að hafa svona búð í húsinu þó maður þurfi ekki
að láta sjá sig þar líka í eigin persónu. En gráttu bara.
INGIRÍÐUR: Ég er að reyna að hætta að gráta, Magdalena ...