Skírnir - 01.01.1980, Page 94
92
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
SKÍRNIR
Benediktsson. Einar þýðir tegundarheitið revía sem sýnisleik.
Má skilja það svo að hann hafi ætlað þessari tegund leikja að
sýna samfélagið eins og það var á marktækari hátt en tíðkaðist.
Revía Einars hét Hjá höfninni og var frumsýnd snemma árs
1895 í Breiðfjörðsleikhúsi eða Fjalakettinum. Leikurinn hefur
aldrei verið prentaður. Hann er þó síst ómerkari en aðrir inn-
lendir leikir frá þessum tíma. Hann lýsir baráttu ungs manns,
Hálfdáns, gegn embættismönnum og klíkum bæjarins hjá höfn-
inni. Hálfdán er boðberi hugmynda Einars sjálfs. Hann boðar
stórsókn í atvinnumálum. Andstæða hans er vesturheimsagent-
inn, sem er gerður skoplegur á ýmsan máta, meðal annars með
brengluðu málfari. Inn í þráð leiksins blandast ástarsaga. Unn-
usta Hálfdáns vill ekki hlíta kröfu hans að konan skuli standa
að baki manni sínum og styðja hann í einu og öllu. Hún vill
eiga sitt eigið líf og slítur því trúlofun þeirra. Þá eru í leiknum
dregin fram ólík viðhorf þeirra sem í sveit búa og hinna á möl-
inni. Málfar persónanna er full hátíðlegt, ber sterkan svip af
mælsku höfundarins:
Kjörum okkar íslendinga er nú sem stendur svo variff, aff við erum eins
og skapaffir til að liggja undir yfirráðum fárra manna, sem halda saman og
taka sér vald yfir þessu landi og þessari þjóð, sem reyndar er hvörgi gert ráff
fyrir — hvorki í stjórnarskránni né annars staðar. — Frændskapur, vinátta
og greiði mót greiffa tengja þennan flokk fastar og fastar saman — og gjöra
honum æ ljósara, að það er í rauninni hann sem ræður, og öffrum æ ljósara
aff fyrir þessum fámenna flokki þarf maffur að beygja sig til aff hafa sitt
fram.8
Einar forðast beinar tilvísanir í leiknum. Leikurinn byggir því
ekki á því sem er að gerast, heldur vísar hann til komandi tíma
og fjallar um lausnir og endurbætur. Til dæmis má nefna að í
leiknum var í fyrsta sinn kynnt hugmynd Einars að væntanleg-
um þjóðfána — Hvítbláinn. Hjá höfninni hlaut misjafnar við-
tökur: ísafold sagði „að það væri gert til spotts fyrir íslenska
leikmennt að láta fara með það.“9 Þjóðólfur hrósaði leiknum:
Er það í raun réttri stuttur sýnisleikur á þjófflegum grundvelli, meff frjáls-
mannlegum og djarfmannlegum pólitískum blæ, er lítt eða alls ekki hefur
fyr borið á í íslenskum leikritum.10