Skírnir - 01.01.1980, Side 97
SKÍRNIR REVÍUR í REYKJAVÍK 95
miðilinn íschariot. Þeir setjast við borð og miðillinn fellur í
trans. Andi talar um miðilinn: „... Til er bæði líkamlegur,
andlegur, eilífur og pólitískur dauði.“ Andinn er í grútarpotti
á Furðuströndum, les Isafold meðan kynt er undir og boðar séra
Einari feigð. Breytir nú miðillinn um rödd. Á sviðinu birtist
stór og nrikill andi, Feiti Stead. Hann er kominn yfir landa-
merki lífs og dauða til að ræða við prest um stjórnarskrármálið.
Prestur útskýrir afstöðu sína í málinu, en andanum þykir lítið
til koma. Biður hann prest fyrir kveðjur til Skúla Thoroddsen,
„hann sje tlie greatest stjórnmálamaður of Iceland.“ Hann fer
og inn kemur nýr holdgaður andi, Baresus. Þeim félögum geng-
ur erfiðlega að skilja hann svo túlkur er fenginn að handan,
Barrabas. Boðskapur þeirra er: „Seg þú hinum skriftlærðu og
Faríseum íslendinga: ... að Jahve mun setja yður hring í nasir
og bitil í munn, að hann fái ekki stöðvað syndaflóð yðar vísinda,
því sjá, þeir hrella sálir hinna framliðnu, svo að þeir mega ekki
kyrrir liggja í gröfum sínum . ..“ Við það verða þeir Einar og
Bar-Lehmann svo hræddir að þeir hníga í ómegin. Miðillinn
segir: „Nú eru þeir orðnir nógu hræddir til þess jeg megi standa
upp, því nú er liðið yfir helv....“ í því er barið og inn koma
Dabbi og Gudda til vígslunnar með fríðu föruneyti. Þeir eru
vaktir og vígslan hefst. Einar flytur ræðu og giftir þau síðan.
„... Með Dana hjálp“ skulu þau halda saman. Hefst svo veisla.
Síðbúinn gestur, Madama Sörensen eða danska mamma, kemur
inn. Hún færir brúðhjónunum grútarkvartil að gjöf. Verður
mikil reiði meðal gestanna við þessa smán, svo kerlingu er hent
út með kveðjunni: „Farvel, Frans, og kom aldrei til íslands."
Lýkur svo leiknum á lokasöng.
Efnisþráðurinn er mjög losaralegur. Hjónabandssaga Dabba
og Guddu táknar tilkomu Bræðingsins. En í bland við þennan
megintilgang leiksins, að draga Bræðinginn sundur og saman í
háði, reyna höfundar að koma höggi á hóp manna, sem að
samningsuppkastinu stóð. Fyrirmynd séra Einars var Einar H.
Kvaran. Guðmundur Finnbogason var fyrirmynd Bar-Lehmanns.
Röddin í grútarpottinum var hermd eftir Hannesi Hafstein. Mið-
illinn var Indriði Indriðason. Ingibjörg Ólafsson var fyrirmynd
Ingibjargar siðferðispostula. í minni hlutverkum var hermt eftir