Skírnir - 01.01.1980, Side 105
SKÍRNIR
103
REVÍUR í REYKJAVÍK
Bileam: ... En hvernig stendur á því, að skósvertan heyrir undir Dóms- og
kennslumálaráðuneytið? Það er nærri þvi eins undarlegt og með vínið. Það
heyrir undir hann, af því hann er templari, er það ekki.
Flatnefss: Ó jú að vissu leyti, en aðallega skilst mér, að Dóms og kennslu-
málaráðherrann eigi að dæma um vínin og kenna mönnum að fara með þau.
Bileam: Hann ætti heldur að kenna mönnum að koma með þau. En ekki
getur hann verið sísmakkandi, maðurinn.
Flatnefss: Nei, til þess brúkar hann Guðmund bróður sinn. Hann smakkar á
öllum ámunum og læsir þeim svo vendilega á eftir.
Bileam: Hann er þá eins konar smekklás hjá þeim þarna með vínið?...
Flatnefss: Þú verður einhvern tíma slagferðugur, tengdafaðir. En hvar vorum
við nú.
Bíleam: Við vorum að tala um skósvertuna, af hverju hún heyrði ekki undir
forsætisráðherrann.
Flatnefss: Já, það er nú svona, diplómatið. Svertan átti eftir eðli sfnu að
heyra undir fjármálaráðherrann, en af því hann var svo blankur fyrir, þá
þurfti ekki að bursta hann meira, þess vegna fór hún í hina deildina.
Málnotkun höfunda einkennist af hugkvæmni; gamanið er
saklaust, þótt það sé á kostnað annarra. Napurt háð leynist inn
á milli:
Bileam: Ég þurfti nú annars fremur að fara að hugsa um þessar umbótir,
sem ég lofaði kjósendum að gera.
Flatnefss: Umbætur, meinarðu vxst. Umbót er í fleirtölu umbætur. Það lærði
ég á Samvinnuskólanum.
Bileam: Ég efast um að þær hafi verið þar í fleirtölu.
Angela (Hvöss): Það er eins og rót í fleirtölu rætur.
Bileam: Og þá dót í fleirtölu dætur.
Ekki er hægt að neita því að höfundar eru fyndnir. Þeir hafa
næmt auga fyrir möguleikum vanalegs málfars:
Angela: Það fara ekki allir í fötin hans pabba.
Bileam: Að minnsta kosti ekki meðan ég er f þeim sjálfur, þvf sannast að
segja eru þau fullþröng.
Angela: Þau fara þér svo ágætlega og eru um leið svo blátt áfram og látlaus.
Eru þau frá Andersen?
Bileam: Jú, eftir hann varð laus við Lauth.
Bygging samtalsins ræðst oftar af skopinu en því sem skopast
er að. Hvergi er numið staðar við ádeiluefnið og því gerð greini-
leg skil, heldur gripið niður hér og þar.