Skírnir - 01.01.1980, Page 106
104
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
SKÍRNIR
Söngvarnir eru eins. í hverju erindi eru nefndir þekktir menn.
Þeim er lýst í skringilegum aðstæðum, ábyrgð þeirra dregin í
efa og þeim gerð upp sérhagsmunahyggja. Eins er með fyrirtæki
og stofnanir. Landsverslun, bindindishreyfingin, Samvinnuskól-
inn og bankarnir eru teknir fyrir oftar en annað. Aðstæður í bæn-
um, götur og lýsing, rafveita og vatnsveita, eru oft til umræðu
og ævinlega fundið að. En ádeilan er ævinlega bundin við opin-
ber mál. Höfundar láta einkamál manna afskiptalaus. Fyrir-
myndir eru nefndar að persónum þeirra. Bíleam Breiðsver mun
hafa verið lagaður eftir Steindóri Einarssyni eiganda bílastöðv-
arinnar. Hafi það verið almannarómur má ljóst vera að revían
hefur kynt undir fordóma gegn einstaklingum.
Indriði Einarsson segir svo frá í endurminningum sínum, að
Leikfélagið hafi ekki þorað að leika revíur af ótta við að missa
styrk úr Landssjóði. Það „gat ekki tekið uppá sig að reita þá, sem
mestu réðu, til reiði við sig.“16 Aðrar umsagnir vitna meir um
pólitískt meinleysi. Jóhannes Kjarval skrifar leikdóm um
Spdnskar nœtur: „Revy: eins konar grímuklæddar tilvitnanir af
illu og góðu, sem fyrir koma hjá þjóð og einstaklingum.“17
„Menn sækja Reykjavíkurannál fyrst og fremst til að skemmta
sér eina kvöldstund," segir í Morgunblaðinu um Eldvígsluna.18
Endrum og sinnum skerst í odda með blöðunum útaf revíum.
Morgunblaðið fer háðulegum orðum um Haustrigningar: „Lak-
ara fyrir áhorfendur, sem koma til að skemmta sér, hve margoft
er búið að segja flest af því áður. Vér brosum — ekki af því hve
skopleikjahöfundarnir eru fyndnir.“19 Alþýðublaðið hefur skýr-
ingu á þessu: „Aumingja Moggi er hálfleiður yfir vinsældum
Haustrigninga — ritstjórarnir eru ekki beinlínis ánægðir með
eigin mynd sína, en ekki eiga höfundarnir sök á því, hverra mest
er getið."20 í dómi um Lausar skrúfur eru þær bornar saman við
erlendar revíur:
Hvað efninu viðvíkur eru „Lausar skrúfur" síst lakari en revíur þær sem
maður venjulega sér í útlöndum, þó nokkuð gæti þess að fyndnirnar séu
fremur orðaleikir en skringilegar hugsanir eða atburðir. Og segja mætti mér
að hreinhjörtuðum piparmeyjum þætti stundum nokkuð berlega minnst á
forboðna hluti, þó þeir sem veraldarvanir eru, hneykslist ekki á því. Og svo
þykir þessum revíuhöfundum alltaf gaman að tala um annarra manna syndir.