Skírnir - 01.01.1980, Síða 107
SKÍRNIR REVÍUR í REYKJAVÍK 105
En þegar maður sér revíur í útlöndum hlær maður jafnvel að því hvernig
hlutirnir eru sagðir, heidur en hvað sagt er, en þar sem ekki má leggja hér á
útlendan mælikvarða, verður að segja höfundum það til verðugs hróss, að
hérna hló maður að mörgum setningum þrátt fyrir það hvernig þær voru
sagðar.2l
Dómharkan eykst er nær dregur lokum áratugsins: „Hvergi
er vottur af nöpru, heilsusamlegu háði, en því meira af mein-
lausu og meiningarlausu skopi og skrípalátum.“22 Gróði fyrir-
tækisins verður mönnum umræðuefni:
Það er á almanna vitorði að leikir Hf. Reykjavíkurannáls er sú eina bók-
menntalega iðja hér, sem borgar sig peningalega, og þar sem þeir eru dýrasta
skemmtunin sem völ er á hér í bæ. verður að gera kröfu til þess, að verkið
sé sæmilega af hendi leyst.23
Forráðamenn gera sitt besta í þeim efnum: íburður í bún-
ingum og leiktjöldum eykst, hljómsveit kemur í stað píanós við
undirleik, en innihald verður minna og minna. Þessi þróun
verður greinileg með Tituprjónum og Lausum skrúfum. Krepp-
an gengur síðan af þessari starfsemi dauðri.
5
Það liðu átta ár án þess að revía kæmist á svið. 1938 er fyrir-
tæki Páls Skúlasonar, Hf. Reykjavíkurannáll, endurreist og
frumsýnir Fornar dyggðir. Að því stóðu Haraldur Á. Sigurðs-
son, Morten Ottesen og Bjarni Guðmundsson. Á næstu árum
sýndi Reykjavíkurannáll Hver maður sinn skammt 1941 og
Halló Amerika 1942. Allar nutu revíurnar mikilla vinsælda. Emil
Thoroddsen og Indriði Waage settu upp tvær revíur, Forðum
i Flosapotti 1940 og Nú er það svart 1942. Haraldur, Emil og
Indriði stofnuðu síðan nýtt fyrirtæki, Fjalaköttinn, 1944 og
sýndu Allt i lagi lagsi þá um vorið. Sló hún öll aðsóknarmet og
var leikin sextíu og fimm sinnum. Við fráfall Emils bættist
Tómas Guðmundsson í hópinn. Þeir Indriði, Tómas og Harald-
ur sömdu í félagi tvær revíur: Upplyftingu 1946 í Iðnó, Vertu
bara kátur 1947 í Sjálfstæðishúsinu. Nokkuð dró úr aðsókn eftir
stríðslok. í kjölfar þess taka revíusýningar í Reykjavík gagnger-
um breytingum í formi. Þær verða að kabarett.
Stíllega voru revíur Haralds og félaga náskyldar leikjum