Skírnir - 01.01.1980, Page 111
SKÍRNIR REVÍUR í REYKJAVIK 109
forviða, meiri vindilbisness.) Hoho. Vitið þér, ég kom hingað alla leið frá
Banga Banga.
KviÖbogi: Er það satt? Banga Banga? Það hlýtur að vera á Vestfjörðum. Eruð
þér ekki voðalega þreyttur? Má ekki bjóða yður sæti. (Þeir setjast. Kvíðbogi
seilist í brjóstvasa hans, en Portkarlapésinn stendur uppúr honum.)
Banga Banga: Ég verð að biðja yður að afsaka að ég kom að yður í þessari
sitúasjón áðan, ég vissi ekki...
Kviðbogi: Það var auðvitað agalega sjenerandi fyrir pena stúlku, en ef þér
lofið að vera ekki svona dónó aftur... (Veifar fingrinum framan í hann og
reynir um leið að komast í vasa hans. Það mistekst.)
Banga Banga: Ég lofa því. Ég sá það strax, að þér eruð ólíkar þessum ungu
stúlkum nú á dögum — ég neita því ekki, að þær eru náttúrlega laglegar
sumar —
KviÖbogi: Þær eru náttúrlega laglegar sumar — en flestar eru ónáttúrlega
laglegar.
Banga Banga: Ekki þér — ekki þér. Þér eruð svo náttúrlegar.
Kviðbogi: Ég er hreinasta náttúrufræði, ef einhver vildi hafa fyrir því að
fletta uppí mér.
Breytingin er augljós. Samræðan er tengd athöfnum. Persón-
urnar eru ekki lengur athafnalausar á sviðinu, niðursokknar í
samræður um opinberar athafnir borgaranna með tilheyrandi
glósum. Höfundana skiptir meira máli að skapa spennandi ærsl
og átök sem í fáránleika sínum vekja fólki hlátur. Og ádeilan
víkur til hliðar. Jafnvel í gamanvísunum er breyting:
Ég mætti þér einn morgun,
það man ég endalaust,
það var um vordag blíðan
— eða var það kannski um haust?
Og kjóllinn, sem þú komst í
— ég kann hann uppá hár —
hann var eldrauður sem ástin,
— eða var hann kannski blár?
Seint líður mér úr minni
hið mesta ástarhnoss,
þú bauðst mér votar varir
— eða varð það aldrei koss?
Nú get ég aldrei gleymt þér,
þú gafst mér þína trú,
ég sé þig enn í anda
— eða varst það ekki þú?