Skírnir - 01.01.1980, Page 117
SKÍRNIR
115
REVÍUR í REYKJAVÍK
þeirra, mest í auglýsingaskyni. Á dagskránni var fjöldi ólíkra
atriða: dans, listdans, klassísk tónlist og dægurlög, gamanþættir,
skopstælingar og eftirhermur, einsöngvar og kvartettar. Haustið
1952 var síðasta dagskráin auglýst. Mesta áherslu í auglýsingum
hlutu erlendir skemmtikraftar. Dagar Bláu stjörnunnar voru
taldir.
6
í þrjá áratugi hefur revíuformið verið í lægð. Þrátt fyrir að
ýmsir aðilar hafi gert tilraunir með revíur og sumar þeirra notið
hylli áhorfenda hefur aldrei orðið úr því samfelld starfsemi.
Ekki hefur skort hugsjónir um slíka starfsemi: þegar Eitt lauf
var leikin 1960 áttu að fylgja í kjölfarið Einn tígull, Einn spaði
og Eitt hjarta. Revíuleikhúsið hóf starfsemi 1967 með revíunni
Úr heiðskíru lofti. Það lagði upp laupana, en upp úr því reis
Leiksmiðjan. Iðnörevian 1969 átti að vera upphaf árlegra revíu-
sýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þær urðu ekki fleiri
þrátt fyrir góðar viðtökur. Alþýðuleikhúsið hafði revíu í hand-
raðanum vorið 1979, en hún var aldrei sýnd.
Síðari hluta sjötta áratugsins voru leiknar nokkrar revíur í
Reykjavík. Guðmundur Sigurðsson var aðalhöfundur þeirra en
fékk Harald Á. Sigurðsson í lið með sér. Fyrst var Svartur á leik
1956, síðan Gullna öldin 1957 og loks Tunglið, tunglið taktu
mig og Rokk og rómantik 1958. Allar hlutu þær ágæta aðsókn,
en miðlungi góðar undirtektir gagnrýnenda. Jónas og Jón Múli
Árnasynir sömdu nokkra leiki með sterkum revíusvip: Deleri-
um búbónis 1959, Rjúkandi ráð 1959 og Allra meina bót 1961
með Stefáni Jónssyni. Hann var einn skráður höfundur að
Frjálsum fiskum 1958. Jökull Jakobsson og Flosi Ólafsson
sömdu Sunnan sex 1961. I öllum þessum verkum er gamanleik-
urinn í fyrirrúmi. Opinská ádeila er á burt og samfélagsvísanir
litlar. Margar af þessum revíum voru sýndar í vínveitingahúsum.
Flokkun á revíukenndum leikverkum á þessu tímabili er erf-
ið. Jónas og Jón Múli kalla leikrit sín gamansöngleiki. Horna-
kórallinn eftir Leif Þórarinsson, Odd Björnsson og Kristján
Árnason er ekki revía í bókstaflegum skilningi, lieldur nútíma-