Skírnir - 01.01.1980, Page 137
SKÍRNIR
LEIKRIT OG LEIKHÚS
135
Þetta er ein af ástæðum þess hversu örðugt er að taka í alvöru
alþýðlegt verðmætamat og siðferðislegan boðskap sem leikirnir
öðrum þræði vilja láta uppi.
Líkastil er Skjaldhamrar það leikrit Jónasar Árnasonar sem
best liefur lánast til þessa, alþýðlegur og græskulaus gamanleik-
ur upp úr efni og aðferðum farsaleiks. Eins og endranær lijá
Jónasi er samt grunnt á alvöruefnum, pólitískum og siðferðis-
legum, í leiknum. Byssuskotið sem banar sel og ærir fugl í leiks-
lokin í Skj aldhömrum hefur augljósa táknræna merkingu eða
skírskotun til samtíðarinnar — eins og að sínu leyti tundurdufl-
ið mikla sem mállaus hálfviti er að „rústbanka“ í fjörunni í
Drottins dýrðar koppalogn. Byssuskotið í Skjaldhömrum bind-
ur enda á hinn góðmótlega gamanleik sem þangað til hefur
farið fram: þá tekur alvara lífsins, veruleiki sjálfur við eftir að
leiknum sleppir, ef menn vilja leggja sem mest þeir mega upp
úr efni hans. í Skjaldliömrum er, að hætti farsaleiks, dregin
upp rómantísk óskmynd liðinnar tíðar, óspilltra mannlegra og
náttúrlegra verðmæta; og aldurtilastund liennar og innreið
nýrra tíma og siða nákvæmlega tímasett við komu ameríska
hersins til landsins á stríðsárunum. Annars er það mesti styrkur
Skjaldhamra hve farsællega leiknum tekst að feta sig á mörkum
farsans án þess að rata í óþarflegar öfgar og án þess þó að láta
neinskonar alvörugefni spilla glaðværð leiksins. Eins og öllum
góðum gamanleikjum er honum samt sem áður heilmikil al-
vara undir niðri.
Uppistaðan í síðasta leikriti Jónasar Árnasonar, Valmúinn
springur út á nóttunni, er rómantísk ástarsaga frá kreppuárun-
um sem í leiknum er sett í revíulega umgerð með mörgum mjög
svo mishittnum skeytum til samtíðarmanna og málefna; þar
er eins og viðkvæmni og tilfinningasemi höfundarins verði um
síðir sjálfri skopgáfu hans yfirsterkari. Rómantísk tilfinninga-
semi er raunar engin nýlunda hjá Jónasi. Rekja má rauðan
þráð hennar frá liinum sorglegu elskendum, Önnu og Gassa í
Valmúanum, um mállaus stelpuskoffín, Birnu systur vitavarðar
í Skjaldhömrum og Dala-Völu í Jörundarleiknum, ástarsögu
Lása fjósamanns í Táp og fjör, aftur til ungra elskandi stúlkna
og viðkvæmnislegra ástarsöngva í Járnhausnum og Deleríum