Skírnir - 01.01.1980, Side 145
SKÍRNIR
LEIKRIT OG LEIKHÚS
143
ingi leiksins að löngum tíma liðnum. Þarf ekki til þess að sjá
í lieimilishögum Lóu, ýtarlega skopfærðum í fyrsta þætti leiks-
ins, sanna ímynd mannlegiar farsældar? Eftir kvæðið góða um
drenginn hennar í fyrsta þætti er eins og ekkert efni sé í konunni
lengur nema heimþrá hennar, þessi sífelldi strekkingur norður
til bónda og barns, en tilfinnanlega vantar greinargerð fyrir
raunverulegum erindum hennar á vit þeirra skemmti- og feg-
urðarstjóra leiksins. Annað mál er það að í leiknum eru eins
og drög að ósagðri sögu, óútkljáð efni sem aldrei kemst til skila.
Það snýst um Lóu í æskunni, drauma lrennar urn söng og frægð,
um Eyju systur hennar og Róra fylliraft, gáfnaljósið sem slokkn-
aði, morðingja þeirra systra sem Lóa kallar hann. En fyrir þess-
um forsendum og forsögu Lóu er svo sem engin grein gerð í
leiknum, þótt sífellt sé verið að gefa í skyn þvílíkt efni hans
með ítrekaðri skírskotun í orðstef Oscar Wildes að allir drepi
yndi sitt.
Uppistaða efnisins í Silfurtunglinu, saga Lóu, er af natúral-
ísku tagi og efnisleifar bóksögu auðgreindar í leiknum eins og
að sínu leyti í leikritum Agnars Þórðarsonar og Jökuls Jakobs-
sonar, Gauksklukkunni og Hart í bak. Hér birtist hið endur-
tekna minni eftirstríðs-bókmenntanna, um afturhvarf til ein-
faldra lífshátta, öndverðra spillingu nútíðarlífs, í furðu frum-
stæðri og óheflaðri mynd á við Atómstöðina, til dæmis. Þar er
sveitinni lýst með þjóðsögulega stílfærðum hætti. Varla er það
raunhæfur valkostur fyrir Uglu að hverfa aftur upp í sveit að
halda hús fyrir Fal í Eystridal og útigönguhross hans; framtíð
hennar er öll í samtíð sögunnar og lesendanna. í Silfurtunglinu
er aftur á móti lífsvon Lóu komin undir afturhvarfi til síns
smáborgaralega hlutskiptis, sömu lífshátta sem riðu Gæju Kald-
an að fullu tuttugu árum fyrr. Leikurinn verður aldrei sann-
færandi pólitísk dæmisaga né heldur úttekt listgáfu og frægðar-
drauma. Hann snýst að vísu urn list og frægð, og fánýti frægð-
arinnar, hinn eina hreina tón og hvernig honum reiðir af í
heimi auglýsinga og sýndarmennsku, heimi nútíma. Það nýstár-
lega í Silfurtunglinu er lýsingin á þessum heimi — sem þeir
byggja Feilan 0 Feilan og Mr Peacock. í rauninni er það Feil-