Skírnir - 01.01.1980, Page 172
170 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
ur að leikslokum í rústum ævi sinnar, sjálfur hryggileg rúst a£
manni. Ekki nóg með að hann hafi í raun brugðist sínum eigin
hugsjónum í einkalífinu, börnum sínum þegar þau þurftu á
honurn að halda, konunni sinni í lijúskap þeirra; það kemur
á daginn að liann er svo ánetjaður borgaralegum hugmyndum
um helgi eignarréttarins að hann getur ekki afborið þá tilhugs-
un að hann sé ekki sjálfur faðir allra barna sinna. Og það er
sú tilhugsun sem einkum ræður breytni hans í leiknum. Sósíal-
isma Þórðar kynnumst við aldrei í verki, aðeins orði kveðnu,
af afspurn annarra og umgetnu örlæti hans við blaðið og flokk-
inn — sem Þórður kveðst sjálfur aldrei geta greitt til fulls skuld
sína við málstaðinn. Og svo af hatrinu á Valla sleggju sem ekki
er bara íhaldsblók og hvítliði heldur grunar Þórður hann um
að vera barnsföður konunnar sinnar. Af þessari mannlýsingu,
hversu verulegan tekst að gera Þórð sjálfan og þjáningu hans
á sviðinu, öðlast pólitíska efnið í leiknum merkingu sína, hug-
rnyndir hans um endurgerð borgaralegs hugmyndafars, siða-
skoðana og gildismats í formi og faðmi fjölskyldunnar, og um
fjölskylduna sem eiginlega aflstöð borgaralegra þjóðfélagshátta.
Hvað sem niðurstöðum líður hygg ég að mest sé um það vert í
leiknum að hann leggur þessi efni raunverulega fyrir til um-
hugsunar og umræðu — að því skapi heppnast hið natúralíska
frásöguform.
Það er að sönnu ekki mikils vert um sósíalisma Þórðar Karls-
sonar ef hann stafar fyrst og fremst af afbrýðisemi; og mætti
þá með réttu draga í efa að hann sé „dæmigerður fulltrúi“ síns
málstaðar í sögu og samtíð. Meðal annarra orða: af hverju
finnur Þórður sig „skuldbundinn" málstaðnum með þeim hætti
sem hann gerir — nema af því að liann veit vel með sjálfum sér
að hann hefur brugðist honum? Fyrir þessa mótsögn virðist mér
að Vésteinn sé að reyna að komast með hinni ýtarlegu stílfærslu
á Hemma, leik-gervingu frásagnarefnisins og skírskotun þess til
Hamlet-minnisins, skáldlegu og myndhverfu tungutaki „kórs-
ins“ í leiknum. Hin melódramatíska fjölskyldusaga um föður-
missi og föðurhefnd, sonarást og afbrýði á að miðla með sér
raunhæfu ágripi af sögu verkalýðs- og stéttabaráttu í litlu þorpi
og bera með því móti pólitísk boð til samtíðarinnar. En eftir