Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 176
174 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
persónugerð og atferli á leiksviðinu, og leikliúsgestir kunnað
best að meta þvílíkan leikmáta. Þetta kann að vísu að vera að
breytast með vaxandi aflsmunum leikliúsanna eftir tilkomu eig-
inlegrar atvinnu-leiklistar í landi; og af því sem fram fer á leik-
sviðinu mótast til frambúðar smekkur leikhúsgestanna. Auðvit-
að á leikhúsið á hverjum tíma kost á því að kaupa sér vinsældir
með auðveldri afþreyingu eftir viðteknum smekk; enginn kæmi
í leikhús ef aldrei væri gaman þar. En það er ekki þar með sagt
að menn fari í leikhús einvörðungu til að kaupa sér skemmtun
sem þeir þekkja fyrir og vita að hverju þeir ganga. Almennings-
áliugi sem undanfarið liefur beinst að leikliúsinu er vitaskuld
vænlegasta forsenda nýrrar leikritunar — ef leikhúsið megnar
að koma til móts við áhuga, hagsmuni, þarfir áhorfenda sinna og
virkja hann sér í vil. Lítið sport í því til lengdar að gnýja við
grátmúr þjóðræknislegrar tilfinningasemi eða kippa í hláturs-
taugar áhorfenda með fíflskubrögðum afturhaldssamrar revíu.
Leikhúsið þarf að rjúfa af sér skefjar raunsæislegrar frásagnar-
hefðar og vitsmunalegra og tilfinningalegra viðhorfa sem fylgja
eins og vofur í skugga hefðarinnar, viðjar bókmenntalegrar leik-
hefðar í einu orði sagt — til að gera sig fært um að fjalla með
raunvirku móti um líf og veruleika áhorfendanna sjálfra, sinnar
eigin samtíðar. Til þess eru leikbókmenntir allra bókmennta best
fallnar: skáldskapur sem skeður fyrir augum áhorfenda sjálfra.
Leikskáldið þarf að verða heimamaður í leikhúsinu. Án hans
kemst það ekki af.
1 Sbr Steingrímur J. Þorsteinsson: Upphaf leikritunar á íslandi, Rvk 1943,
bls 22-29.
2 Sveinn Einarsson: „Leiklistin festir rætur i Reykjavík" í Reykjavík í
1100 ár, Rvk 1974, bls 285—299; Leikhúsið við Tjörnina, Rvk 1972, bls
6-8.
3 Leikhúsið við Tjörnina, bls 60—72.
4 Sbr Helge Toldberg: Jóhann Sigurjónsson, Kbh 1965, bls 74—82.
ö Ungur eg var, Rvk 1976, bls 32. Halldór kveðst raunar hafa þessa skoð-
un eftir Gunnari Gunnarssyni í formála hans fyrir Ritum Jóhanns. Það
er að vísu eftirtektarvert að vinum Jóhanns, Gunnari og Sigurði Nordal,
finnst báðum að Jóhann hafi prívat og persónulega verið „meira skáld“
en sjálf verk hans gefi til kynna. Sjá ritgerð Gunnars, , Einn sit ég yfir