Skírnir - 01.01.1980, Side 182
Bréf til Skírnis
HVAÐ DVELUR ÚTGÁFU LÆRDÓMSRITANNA?
Einhver annarleg deyfð virðist hafa lagzt yfir áður þróttmikla útgáfustarf-
semi Bókmenntafjelagsins, starfsemi, sem allt frá stofnun félagsins 1816 hef-
ur verið ein hin mikilvægasta kjölfesta bókmennta og lista á íslandi, sem og
aflgjafi viðtækrar menningarstarfsemi í hinu áður einangraða og frumstæða
bænda og veiðimanna þjóðfélagi íslendinga. Raunar á ísland nútímans, um
margt, til skyldleika að telja við ýmis samfélög í Afríku og Asíu, fremur en
hin germönsku eða keltnesku menningarsvæði Evrópu.
Eðli hjarðmennaþjóðfélaganna samkvæmt mun múgurinn ætíð leitast við
að buga viðleitni einstaklingsins til sköpunar andlegra verðmæta, ýmist með
beinu líkamlegu ofbeldi s. s. pyntingum eða andlegri kúgun.
Hlutverk Hins íslenzka bókmenntafjelags hlýtur að vera, og á að vera, að
breyta þessu grundvallareðli íslenzks þjóðfélags, þjóðfélags hinna andlegu
öreiga norðursins, þar sem saman fer fáfræði almennings og fjandskapur
yfirvalda gagnvart listum og starfsemi listamanna, en hrifning mikil á fyrir-
bærum skrílmenningar nútímans (jazz, popp, rokk og s. k. nýlist, svo fátt eitt
sé talið) en með aukinni upplýsingu mætti ef til vill, og þá sér í lagi með
áframhaldandi útgáfu Lærdómsritanna, glæða skilning Islendinga á gildi
hins klassíska menningararfs Evrópuþjóðanna.
Starf listamanna miðaldanna, s. s. tónlistarmanna Frakklands (Notre Dame
skólinn, Trouvére’s), Þýzkalands (Minnesangs, Meistersangs), Próvenzalíu,
Vaskóníu, Katalóníu, Portúgals með Cansós de Trobairitz (Trobador’s) og
hollenzka skólans á Niðurlöndum, er of ómetanlegt til þess að falla megi
í gleymsku til ævarandi tjóns fyrir evrópska menningararfleifð, svo og bók-
menntir og myndlist hins liðna tíma, landa eins og Býsanz, Rússlands,
Króatíu, Ítalíu, Spánar, Frakklands, Niðurlanda, Þýzkalands, Englands og
Norðurlanda.
Að sjálfsögðu eiga verk seinni tíma hugsuða fullt erindi til Islendinga,
en engu að síður vill undirritaður árétta þá skoðun sína, að listaverk forn-
aldar og miðalda beri að varðveita, og stuðla skuli að kynningu þeirra, jafnt
meðal íslendinga, sem annarra þjóða. Þarna bíður yfirgripsmikið starf Bók-
menntafjelagsins, verkefni er félaginu ætti að vera auðvelt að inna af hendi
með samstilltu átaki meðlima þess, verkefni er vænlegt væri til lyftingar